Vertu memm

Uppskriftir

Hér er uppskrift af sumarlegu og góðu laxa Ceviche

Birting:

þann

Laxa Ceviche

Laxa Ceviche

Árni Þór Árnason yfirmatreiðslumaður á Strikinu býður lesendum veitingageirans upp á uppskrift af sumarlegu og góðu laxa Ceviche sem auðvelt er að gera.

Smáréttur fyrir 3-4.

1 stk buff tómatur, smátt skorinn í teninga
20 ml mirrin
20 ml chili kimchee
Limesafi úr 1/2 lime
Sítrónusafi úr 1/2 sítrónu
80 ml ostrusósa
30 ml repjuolía
20 ml Yuzu safi (má sleppa yuzu og bæta við sítrónusafa)
– Blandað saman

5 gr ferskur kóríander fínt choppaður

150 gr roðflettur lax

Aðferð:
Laxinn er skorinn í temmilega þunnar sneiðar, og sítrusmarineringunni blandað saman við og látið liggja í 1-2 mínútur.

Þá er kóríander bætt við í lokin og öllu blandað saman í skál.

Sett á disk og vorlauk fínt choppuðum stráð yfir.

Ef fólk er byrjað að fíra í grillinu, þá gefur grillað lime gott auka kick í réttinn.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið