Keppni
Hinrik og Kristinn sigruðu í alþjóðlegri matreiðslukeppni í Grikklandi
Klúbbur matreiðslumeistara í Norður Grikklandi stóð fyrir alþjóðlegri matreiðslukeppni í dag sem haldin var í heimalandi þeirra.
Yfir 350 keppendur voru skráðir til leiks í mismunandi keppnisgreinum og kepptu þar Íslensku kokkarnir Hinrik Lárusson og Kristinn Gísli Jónsson í keppninni „Team of the year“.
Hinrik og Kristinn sigruðu í keppninni með glæsibrag.
Skylda var að nota bláskel, ólífuolíu, ólífur og rissotto grjón.
Keppnis-matseðillinn hjá Íslenska liðinu var eftirfarandi:
- Létt grafinn makríll, bláskel, dill og jurtir.
- Sjávarrétta súpa með blómkáli og ólífuolíu vinaigrette.
- Pönnusteikt íslenskt lambafillet með grænertu risotto, reyktum lauk, svörtum ólífum og soðgljáa.
Viktor Örn Andrésson dæmdi í keppninni fyrir Íslands hönd.
„Mér var boðið að koma að dæma hérna. Og í kjölfarið buðu þeir mér að taka keppendur frá Íslandi hingað út þar sem þetta er alþjóðleg keppni, m.a. með löndum frá Asíu og Evrópu.“
Sagði Viktor í samtali við veitigageirinn.is, aðspurður um þátttöku Íslands í keppninni.
Mynd: Viktor Örn Andrésson

-
Markaðurinn4 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag