Sverrir Halldórsson
Veitingastaðir Hrefnu Sætran skila góðum arði
Hagnaður var af rekstri bæði Fiskmarkaðarins og Grillmarkaðarins á síðasta ári og er gert ráð fyrir arðgreiðslum vegna rekstursins. Fiskmarkaðurinn skilaði 34,8 milljóna króna hagnaði á árinu 2012 og Grillmarkaðurinn 32,6 milljóna hagnaði. Þetta kemur fram í ársreikningum fyrirtækjanna. Hrefna Rósa Sætran á 50% hlut í fyrrnefnda félaginu sem síðan á 50% hlut í því síðarnefnda. Ágúst Reynisson á 50% hlut í Fiskmarkaðnum á móti Hrefnu.
Samkvæmt ársreikningunum er ráðgert að Fiskmarkaðurinn greiði 11 milljónir í arð og Grillmarkaðurinn 8 milljónir vegna reksturs ársins 2012. Fiskmarkaðurinn greiddi 5,4 milljónir í arð á síðasta ári en 23,5 milljónir árið 2011 til hluthafa félagsins, að því er fram kemur á vb.is.
Mynd úr safni: Guðjón Steinsson
![]()
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?






