Vín, drykkir og keppni
Íslenskt gin valið “besta gin í heimi” í sínum flokki hjá World Gin Awards 2019
Íslenska ginið Himbrimi Old Tom Gin var valið heimsins besta gin í sinum flokki á World Gin Awards 2019 í London síðastliðinn fimmtudag. Verðlaunin eru veitt fimmta árið í röð og voru afhent við hátíðlega athöfn í Honourary Artillery Company í London.
“Þetta er gríðarlega mikil viðurkenning fyrir okkur” segir Óskar Ericsson í fréttatilkynningu, sem er framleiðandi og er einnig forstjóri Brunnur Distillery Ehf. „Að keppa í Bretlandi með íslensku gini er eins og að keppa í Japan með íslenskt sushi eða í Skotlandi með íslensku viskíi. Bretar drekka gríðarlega mikið magn af gini á hverju ári og er gin markaðurinn troðfullur af gini. Menn áætla að á hverjum degi kemur ný gin tegund á markaðinn. Samkeppninn er því mjög mikill sem gerir þessi verðlaun enn verðmætari.“
Himbrimi gin keppti í flokknum „compound gin“ og keppti á móti Bretlandi, Skotlandi, Kanada, Ástralíu, og Taivan. Compound gin er gin tegund þar sem ginið er aðeins eimað einu sinni og er svo kryddað með jurtum áður en það er sett á flösku. Þetta er upprunulega ginið sem Bretar drukku áður en þeir fóru að taka uppá því að tví-eima ginið eins og er gert með London Dry Gin sem flestir þekkja. „Framleiðslu ferlið er í sjálfu sér einfalt, en engu að síður gríðalega erfitt gera rétt. Við höfum oftar en einu sinni þurft að farga heilum lotum af gini vegna þess að útkoman var ekki eins og við vildum hafa hana. Við leggjum mikla áherslu á að búa til hágæða vöru og það hefur greinilega skilað árangri.“ segir Óskar.
Himbrimi gin byrjaði í eldhúsinu hjá Óskari og var upprunnulega ætlað til einkanota. „Tengdafaðir minn á jörð á Ströndum þar sem fjölskyldan eyðir miklum tíma á sumrin, og átti Himbrimi að vera veiðidrykkur ,sem við gætum tekið með okkur í veiðiferðir. Þetta átti að vera gin sem væri nógu gott til þess að maður gæti bæði drukkið eitt og sér eins og viskí, en svo líka til þess að blanda í tónik eða kokkteila. Ég vildi nota jurtir og blóm sem vaxa meðfram árbökkum og valdi að nota einiber, blóðberg, hvannarblóm og hunang. Fuglinn himbrimi var svo fyrir valinu vegna þess að þetta er eitt af mínum uppáhalds fuglum og ágætis veiðifélagi, enda sést hann oft þar sem fiskurinn er.“
Himbrimi gin var sett á markaðinn sumarið 2016 og er dreift á Íslandi, í Bandaríkjunum, í Evrópu, auk Bretlands. Globus Hf sér um dreifingu Himbrima á Íslandi www.globus.is
Fyrir utan Himbrimi Old Tom Gin framleiðir Brunnur Distillery einnig Himbrimi Winterbird sem er fyrsta íslenska London Dry ginið.
Mynd: aðsend
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni23 klukkustundir síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka