Viðtöl, örfréttir & frumraun
Mikið að gera hjá Ása í Menu Veitingum | …allt voða beisik og næs að vanda
Það var mikill snúningur í eldhúsinu á veitingastaðnum Tveir Vitar í Byggðasafninu við Garðskagavita þegar fréttamaður freisting.is kíkti við í gær en fyrir utan veitingastaðinn var Sólseturshátíðin í Garðinum í fullum gangi og var sannkallað líf og fjör á hátíðinni. Ásbjörn Pálsson matreiðslumeistari og eigandi af Tveimur Vitum og veisluþjónustunnar Menu veitingar stóð vaktina og var virkilega hress eins og honum einum er lagið.
Það var mikið um að vera um helgina þá bæði á veitingastaðnum og í veisluþjónustunni, þar sem tekið var á móti og eldað fyrir 150 manns frá tónlistarhátíðinni All Tomorrows Parties sem haldin var á gamla varnarsvæðinu í Keflavík en þar voru aðstandendur hátíðarinnar, fréttamenn þá bæði í brunch og í kvöldmat að undanskyldu tapasveislur og aðrar veislur fyrir hina og þessa hópa, kvöldverður fyrir Keflavíkur fótboltastrákana og margt fleira.
„Fótboltastrákarnir borðuðu hjá okkur, crewið á All Tomorrows Parties, nokkrar tapasveislur, Ítalska hermenn í mat í kvöld, allt voða beisik og næs að vanda“
, sagði Bjarni Sigurðsson matreiðslumaður hjá Menu Veitingum í samtali við veitingageirann, aðspurður um hvernig var að gera um helgina.
Mynd af Ása og texti: Smári
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt5 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun3 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni7 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF