Vertu memm

Bocuse d´Or

Bocuse d´Or hópurinn kominn til Lyon

Birting:

þann

Íslenski Bocuse d´Or hópurinn 2019

F.v. Hugi Rafn Stefánsson, Viktor Örn Andrésson, Ari Jónsson, Ísak Darri þorsteinsson og Bjarni Siguróli Jakobsson

Íslenski Bocuse d´Or hópurinn lagði af stað til Frakklands í gærmorgun, þar sem Bjarni Siguróli mun keppa fyrir Íslands hönd í heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu eða Bocuse d´Or.

Hópurinn lenti í París kl: 12:00 á staðartíma. Þegar þangað var komið skiptist hópurinn niður, annarsvegar var keyrt á bíl til Lyon með allan farangur og hráefni fyrir keppnina.

Restin tók svo lestina til að komast sem fyrst á hótelið. Þegar komið var til Lyon var tekið á móti fraktinni sem fór frá Keflavík fyrr í vikunni og við tók frágangur og stilla upp í salnum sem liðið hefur aðstöðu á hótelinu til að undirbúa fyrir keppnina.

Borðað var á veitingastaðnum á hótelinu eftir langt ferðalag. Næstu daga tekur svo við frekari undirbúningur og tiltekt hjá liðinu. Ísland keppir á fyrri deginum þann 29. janúar og eru sjöunda eldhúsið þann daginn.

Íslenski Bocuse d´Or hópurinn 2019

Bjarni Siguróli Jakobsson

Íslenski Bocuse d´Or hópurinn 2019

Ari Jónsson og Ísak Darri þorsteinsson

Íslenski Bocuse d´Or hópurinn 2019

Hinrik Örn Lárusson og Viktor Örn Andrésson

Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.

Myndir: aðsendar / Þráinn Freyr Vigfússon

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið