Frétt
Úlfar og Kokkarnir á frökkunum
Það þarf ekki að kynna Úlfar Eysteinsson fyrir mataráhugafólki – saga hans nær allt frá því að hann var gutti á gömlu hafskipabryggjunni og kynntist þar framandi fiskum og fólki að veitingarstaðnum hans Þremur Frökkum þar sem hann stóð vaktina við eldavélina undanfarna áratugi.
Í bókinni lagði Úlfar á borðið fjölmargar af sínum uppáhaldsuppskriftum og sagði um leið sögur af sér og fiskunum sem hafa ratað á pönnuna og í pottinn á veitingastöðunum hans í gegnum tíðina.
Úlfar lést fyrir skömmu, nokkrum vikum eftir að hann ásamt Stefáni syni sínum, Lárusi Karli Ingasyni ljósmyndara og útgefanda og Steinunni Þorsteinsdóttur, kláruðu að ganga frá bókinni Úlfar og kokkarnir á Frökkunum sem nú er komin í búðir.
Bókin fæst bæði á íslensku og ensku hjá Eymundsson, Hagkaup, Bónus, Nettó og bókabúðum Forlagsins og Máls og Menningar og einnig er hægt að fá bókina hjá Ljósmynd-útgáfa.
Myndir: aðsendar

-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Keppni9 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata