Vertu memm

Freisting

Grétar Örvarsson vill opna bakarí í Flórída

Birting:

þann

Grétar ÖrvarssonGrétar Örvarsson og eiginkonan hans, Ingibjörg Gunnarsdóttir, hyggjast flytja úr landi og opna bakarí í Flórída.

Við stefnum að því að vera í Clemont sem er borg rétt norðaustan við Orlando. Um 20 mínútna akstur, segir Grétar, en þau hjónin eru á förum til Bandaríkjana þar sem þau ætla að reyna fyrir sér í viðskiptum með Íslensk brauð. Vel studd af Reyni bakara á Dalveginum og sonum hans auk tveggja vinkvenna sem deila draumum með Grétari og frú hans.

Hugmynd Grétars Örvarssonar og félaga byggir á þeirri einföldu staðreynd að Bandaríkjamenn hafa enn sem komið er litla þekkingu á þeirri gerð brauða sem neytt er á Íslandi og almennt í Evrópu.

Bandaríkjamenn eru aldir upp við brauð með miklum rotvarnarefnum eins og allir þekkja þangað hafa komið. Venjuleg bandarísk brauð er hægt að geyma á eldhúsborði svo vikum skiptir án þess að þau láti á sjá.

Heimild: DV

 

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið