Viðtöl, örfréttir & frumraun
Steinar hefur störf hjá Bryggjunni Brugghús
Steinar Bjarki Magnússon hefur tekið til starfa sem matreiðslumeistari á Bryggjunni Brugghús. Bryggjan Brugghús er sjálfstætt brugghús, veitingastaður og bar á Grandagarði 8 við Reykjavíkurhöfn í gamla húsnæði Bæjarútgerðar Reykjavíkur.
Bryggjan tekur um 300 manns í sæti
Yfirmatreiðslumeistari staðarins er Margrét Ríkharðsdóttir. Bryggjan tekur vel á 300 manns í sæti og svo bætist útisvæðið við. Staðurinn býður upp á mjög gott úrval af ferskum hágæða bjór beint úr brugghúsinu og sérsmíðaður vínskápur heldur auðugu vínsafni þeirra í fullkomnu hitastigi. Boðið er upp á fjölbreytta rétti úr sjávarfangi veiddu á íslandsmiðum auk hefðbundinna sérvalda rétti.
„Elvar á Bryggjunni Brugghúsi heyrði að ég væri að skoða mig um og hafði samband. Ég fór og hitti hann og sá að þetta væri eitthvað akkúrat fyrir mig. Þetta er stór staður með mikla möguleika. Ég vil krefjandi verkefni, þannig helst maður á tánum.“
Sagði Steinar í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um hvernig hann fékk starfið og bætir við:
„Eldhúsið er vel búið og rúmgott. Það stendur til að breyta og uppfæra það eftir áramót. Það gefur okkur nægan tíma til að pæla og teikna það upp eftir þörfum staðarins. Eldhúsið var sett upp á sínum tíma og vissu menn þá ekkert hvernig þetta færi. Það er kominn góð reynsla á það og nú vita allir hvers er þörfin.
Matargerðin er alveg í mínum stíl, rústik og góður matur. Það er meira lagt upp úr bragði og áferð heldur en skrauti. Fá atriði á hverjum disk og fær hráefnið að njóta sín. Svo fáum við útrás í hugmyndavinnu með rétti dagsins. Þar er allt leyfilegt og fá allir að taka þátt í þeirri vinnu.“
Dælt er í glös viðskiptavina beint úr brugghúsinu
Barinn á Bryggjunni státar af 12 bjórdælum beint úr brugghúsinu sem dælt er í glös viðskiptavina sem hefur reynst einstaklega vel og hafa gestir verið mjög ánægðir með þessa upplifun.
„Svo er líka fróðlegt að fylgjast með brugginu. Það verður gaman að komast aðeins inn í það og vonandi að fá að taka þátt í því. Það er samvinna á milli eldhúss og bruggdeildar. Þegar event eru þá eru seðlar gerðir með það að leiðarljósi að samtvinna bjórinn og matinn. Svo fer senn að líða að jólum og verðum við þá með skemmtilegan seðil. Þar sem „hlaðborðið“ er borið fram á borð gesta. Hann er keyrður i bland sem „sharing“ og einstaklings diskar.
Með komu minni þá getum við líka bætt við okkur matreiðslunemum. Þar erum við að leita af duglegu, áhugasömu og metnaðarfullum einstaklingum til að koma til liðs við okkur.“
Sagði Steinar að lokum.
Steinar Bjarki lærði fræðin sín á Perlunni sem var og hét, en hann hóf námið sitt árið 2004 og útskrifaðist árið 2008. Steinar kláraði svo meistaranámið í Hótel og matvælaskólanum árið 2010.
Steinar hefur starfað á 19. hæð í Turninum í Kópavogi, Fiskmarkaðinum, Grillmarkaðinum, Steikhúsinu og nú síðast hjá Hafinu fiskverslun.
Jólamatseðill og jólahlaðborð
Bryggjan býður upp á þriggja rétta jólamatseðil:
Forréttur
Jólaplatti með bjórgrafinn lax sem er grafinn í fagnaðarerindinu jóla bjór Bryggjunnar, Ipa og bláberja marineraða síld, bjórgrafið lamb og rækjukokteil.
Aðalréttur
Andalæri með beikonkartöflumús, döðlumauki og appelsínu soðsósu
Eftirréttur
Bjórís, bakað hvítt súkkulaði, kirsuberjasósu og piparköku crumble
Jólahlaðborð
Að auki mun Bryggjan bjóða upp á jólahlaðborð í bruggsalnum á föstudags-, og laugardagskvöldum.
Heimasíða: www.bryggjanbrugghus.is
Facebook: Bryggjan Brugghús
Instagram: Bryggjan Brugghús
TripAdvisor: Bryggjan Brugghús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur