Frétt
Joël Robuchon látinn
Franski kokkurinn Joël Robuchon er látinn, 73 ára að aldri, eftir langa baráttu við krabbamein. Robuchon var einn þekktasti kokkur heims. Hann rak 25 veitingastaði víða um heim, þar af eru sautján með Michelin-stjörnur, að því er fram kemur á ruv.is.
Staðirnir sautján eru samanlagt með 32 Michelin-stjörnur, sem er meira en nokkur annar kokkur getur státað af. Fimm af stöðum Robuchons eru með þrjár Michelin-stjörnur, sem er einhver mesta viðurkenning sem hægt er að hljóta í veitingageiranum.
Robuchon hefur verið kallaður einn áhrifamesti maður í franskri matargerð í seinni tíð. Árið 1989 var hann útnefndur kokkur aldarinnar af frönsku veitingahúsahandbókinni Gault Millau, sem stendur næst Michelin-handbókinni að frægð og virðingu.
Mynd: joel-robuchon.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði