Frétt
Joël Robuchon látinn
Franski kokkurinn Joël Robuchon er látinn, 73 ára að aldri, eftir langa baráttu við krabbamein. Robuchon var einn þekktasti kokkur heims. Hann rak 25 veitingastaði víða um heim, þar af eru sautján með Michelin-stjörnur, að því er fram kemur á ruv.is.
Staðirnir sautján eru samanlagt með 32 Michelin-stjörnur, sem er meira en nokkur annar kokkur getur státað af. Fimm af stöðum Robuchons eru með þrjár Michelin-stjörnur, sem er einhver mesta viðurkenning sem hægt er að hljóta í veitingageiranum.
Robuchon hefur verið kallaður einn áhrifamesti maður í franskri matargerð í seinni tíð. Árið 1989 var hann útnefndur kokkur aldarinnar af frönsku veitingahúsahandbókinni Gault Millau, sem stendur næst Michelin-handbókinni að frægð og virðingu.
Mynd: joel-robuchon.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt23 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu





