Markaðurinn
Pottjárn – aftur til framtíðar
Fyrstu heimildir um notkun pottjárns ketils á enskri tungu eru frá því um árið 679 eða 680 en vitað er að pottjárn var notað í Asíu löngu fyrir þann tíma.
Allt fram að komu eldavéla um miðja 19 öld voru hlóðapottar úr járni helstu eldunartæki heimila um alla álfuna. Hlóðapottar voru alla jafna með þremur fótum og með handfangi þannig að þeir gátu annaðhvort hangið yfir eldi eða staðið ofan á kolum. Flatbotna pottarnir birtust svo eftir að eldavélar komu til sögunar. Pottjárnspottar og pönnur voru allt til áranna 1960-1970 vinsælustu tólin til eldamennsku í Bandaríkjunum eða allt þar til teflon húðin kom til sögunnar.
Fram til þess tíma voru þrjár málmsteypur (Griswold, Wagner Ware og Lodge Manufacturing ) sem framleiddu mest af þörfum landsins fyrir pottjárn auk fjölmargra minni aðila. Uppúr 1970 var Lodge eitt eftir og er enn eini framleiðandinn sem framleiðir pottjárns potta og pönnur í Bandaríkjunum. Önnur Bandarísk fyrirtæki sem bjóða pottjárn hafa flutt framleiðslu sína til Kína.
Eftir nú nánast hálfrar aldar notkun á húðuðum pottum og pönnum eru vinsældir pottjárnsins að aukast jafnt og þétt. Skýrist það af stuttri ending húðaðra eldunartóla, sem er jafnan takmörkuð við nokkur ár. Með aukinni vitund um heilsu og umhverfi er fólk á ný að átta sig á kostum þessara aldagömlu eldunarverkfæra.
Kostir Pottjárns eru all nokkrir.
Pottjárn endist og endist og að það er alltaf hægt að vinna upp gamalt og ryðgað pottjárn.
Þú getur notað öll áhöld á pottjárn og þarft aldrei að hugsa um hvort þú ert að skemma eitthvað.
Vel tilsteikt pottjárnspanna þarfnast lítillar fitu til steikinga og er að mestu viðloðunarfrí , án notkunur gerfiefna eins og teflons eða Keramikefna.
Hitaútgeislun járns er hærri en áls og stáls. Þannig eldast ekki bara það sem er í beinni snertingu við pönnuna heldur einnig það sem er ca. 2-3 cm ofar. Þetta skapar jafnari og betri eldun á þykkari sneiðum.
Ef vel er hugsað um pottjárnið kemur það til með að endast mörgum ættliðum. Höfundur þessarar greinar er að nota rúmlega 50 ára pottjárnspönnu nánast daglega og sú panna getur örugglega sinnt hlutverki sínu önnur 50 ár með sama áframhaldi.
Lodge Manufacture pottjárn fæst á eftirtöldum stöðum.
Kokka Laugavegi 47 www.kokka.is
Hrím í Kringlunni www.hrim.is
Progastro Ögurhvarfi www.progastro.is
Heildsöludreifing:
Lifa ehf
Köllunarklettsvegur 4
104 Reykjavík
[email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt7 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024