Vertu memm

Frétt

Upplifun á hærra plani

Birting:

þann

Hótel Saga

Það hefur varla farið fram hjá neinum að mikil endurnýjun á sér nú stað á Hótel Sögu. Hluti af endurnýjunarferlinu er matarstefna Hótel Sögu sem unnið hefur verið að undanfarin misseri með samstilltu átaki starfsmanna og birgja. Í tengslum við matarstefnuna er verið að skilgreina sérstöðu veitingastaða Hótel Sögu.

Grillið á 8. hæð Hótel Sögu hefur nú skapað sér enn frekari sérstöðu á íslenskum veitingamarkaði. Sætum hefur fækkað í 40 en það býður upp á aukin tækifæri fyrir yfirmatreiðslumeistarann Sigurð Laufdal í að hanna samsetta seðla til að auka enn frekar upplifun gesta Grillsins. Nýr opnunartími er frá miðvikudaga til laugardaga 18:00-22:00.

Á sama tíma er byrjað að bjóða upp á hlaðborð í nýuppgerðum Súlnasal. Glæsilegt kvöldverðarhlaðborð er í boði alla daga vikunnar í sumar. Hagræðing í veitingarekstri með endurnýjun er að skila sér að hægt er að bjóða stórglæsilegt hlaðborð á kr. 5.900 á mann. Í haust mun svo splunkunýr og spennandi veitingastaður ásamt veitingasölu opna á 1. hæð hótelsins sem fylgir matarstefnu hótelsins á nýstárlegan hátt. Fjölbreytnin verður því í fyrrirúmi fyrir þá sem sækja Hótel Sögu heim.

Vídeó

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið smari@veitingageirinn.is Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið

Veitingageirinn.is - Allt um veitingageirann - Fréttavefur um mat og vín - Netfang: frettir@veitingageirinn.is
RSS - Molar