Frétt
Upplifun á hærra plani
Það hefur varla farið fram hjá neinum að mikil endurnýjun á sér nú stað á Hótel Sögu. Hluti af endurnýjunarferlinu er matarstefna Hótel Sögu sem unnið hefur verið að undanfarin misseri með samstilltu átaki starfsmanna og birgja. Í tengslum við matarstefnuna er verið að skilgreina sérstöðu veitingastaða Hótel Sögu.
Grillið á 8. hæð Hótel Sögu hefur nú skapað sér enn frekari sérstöðu á íslenskum veitingamarkaði. Sætum hefur fækkað í 40 en það býður upp á aukin tækifæri fyrir yfirmatreiðslumeistarann Sigurð Laufdal í að hanna samsetta seðla til að auka enn frekar upplifun gesta Grillsins. Nýr opnunartími er frá miðvikudaga til laugardaga 18:00-22:00.
Á sama tíma er byrjað að bjóða upp á hlaðborð í nýuppgerðum Súlnasal. Glæsilegt kvöldverðarhlaðborð er í boði alla daga vikunnar í sumar. Hagræðing í veitingarekstri með endurnýjun er að skila sér að hægt er að bjóða stórglæsilegt hlaðborð á kr. 5.900 á mann. Í haust mun svo splunkunýr og spennandi veitingastaður ásamt veitingasölu opna á 1. hæð hótelsins sem fylgir matarstefnu hótelsins á nýstárlegan hátt. Fjölbreytnin verður því í fyrrirúmi fyrir þá sem sækja Hótel Sögu heim.
Vídeó
Mynd: skjáskot úr myndbandi

-
Frétt2 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Keppni6 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata