Vertu memm

Frétt

Harðfisksúpa valin besti þjóðlegi rétturinn

Birting:

þann

Harðfisksúpa er sigurréttur hugmyndasamkeppninnar Þjóðlegir réttir á okkar veg, en úrslitin voru tilkynnt í gær Mathöll Granda af Elizu Reid forsetafrú og verndara kokkalandsliðsins. (LUM) Dómnefnd valdi fimm áhugaverðustu réttina úr hundrað og sjö innsendum uppskriftum en vinsælasti rétturinn var svo valinn í netkosningu og var markmiðið að velja þjóðlegan rétt sem yrði í boði á veitingastöðum við þjóðvegi um land allt.

Nánari og skemmtileg umfjöllun er hægt að nálgast á vef visir.is hér.

Harðfisksúpa – Uppskrift

Harðfisksúpa - Uppskrift

Harðfisksúpa

Tær grænmetis-bollasúpa útbúin, ca 1 lítri.

Út í hana eru sett 200 g af smátt niðurskornum harðfiski og 50 g af rækjum, Soðið í 1 mín, tilbúið.

Þessi hugmynd þótti svo athyglisverð að nemar í Hótel- og matvælaskólanum tóku hana í gegnum þróunarferli. Hér kemur þeirra útfærsla.

Harðfiskssúpa fyrir 6 manns

Súpa

  • 1 l grænmetissoð
  • 1 l skelfisksoð
  • 200 g beltisþari
  • 200 g söl
  • 200 g fjallagrös
  • kryddað með þurrkaðri sæbjúga (val)
  • 100 g harðfiskur (ýsa)

Aðferð

  • Öllu blandað saman soðið upp og látið standa í 1,5 klst.

Meðlæti

  • 300 g úthafsrækja
  • 150 g harðfiskur
  • 50 g söl
  • Aðferð
  • Rækjan er krydduð með sítrónusafa, dillolíu og salti.  Söl og harðfiskur er þurrkaður og síðan sett í kaffikvörn og búið til úr þessu fín mylsna.  Framreitt í djúpum disk.

Allar uppskriftir frá keppninni er hægt að nálgast á heimasíðu www.mataraudur.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið