Keppni
Þessir barþjónar keppa til úrslita í Jim Beam kokteilakeppninni 14. maí
Búið er að dæma í forkeppni Jim Beam kokteilakeppninnar og velja þá 8 barþjóna sem munu etja kappi á úrslitakvöldinu. Líkt og áður voru innsendingar dæmdar “blint”, sem þýðir að dómarar höfðu enga leið til að rekja innsendingar til höfunda.
Óhætt er að segja að dómnefndin hafi fengið erfitt verkefni enda ótrúlega spennandi drykkir á meðal innsendinga. Að lokum þurfti að fækka keppendum niður í þá 8 sem keppa munu til úrslita.
Eftirfarandi aðilar munu etja kappi á Dillon (efri hæð), mánudaginn 14. maí kl. 19:30
- Alana Hudkins – Slippbarinn
- Fannar Logi – Sushi Social
- Heiðrún Mjöll – ROK
- Jónmundur Þorsteinsson – Apótek
- Martin Lourenco – KOL
- Patrick Örn Hansen – Public House Gastropub
- Sunneva Bjarnadóttir – Sumac
- Tomasz Bidzinski – Hverfisgata 12
Á sama tíma og við óskum þessum barþjónum til hamingju, viljum við þakka öllum sem sendu inn sína drykki og hvetjum alla til að líta við á Dillon og sjá færustu barþjóna landsins keppa sín á milli.

-
Markaðurinn4 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag