Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
ÓX er nýr kósý veitingastaður á Laugaveginum
Nýr veitingastaður ÓX (dregið af orðinu vaxa) opnar á Laugaveginum.
„Hugmyndin af ÓX kom fyrir um 10 árum síðan þegar ég var að vinna upp í Grilli á Hótel Sögu og vinna í Kjarrá veiðihúsinu á sumrin.“
Sagði Þráinn Freyr Vigfússon matreiðslumaður og eigandi Sumac og ÓX í samtali við veitingageirinn.is.
„Nálægðin við gestinn sem ég upplifði í Kjarrá var svo mikil og opnaði alveg þann heim fyrir mér þá! Á þessum tíma var maður bara inn í eldhúsinu á bak við glerið upp í Grilli og hitti eða talaði ekki við gesti að neinu viti. Þá hugsaði ég; „Ég ætti bara opna lítinn veitingastað þar sem ég er bara einn starfsmaður sem þjóna, elda og spjalla við gesti“. Sú hugmynd var lítið kósý heimilis eldhús og bar í kringum þar sem gestir sitja.
Eldhús innréttingin er frá 1961 og smíðuð af afa mínum og var hún notuð á sveitabæ hans og ömmu. Ég er sem sagt búinn að geyma hana í nokkur ár með þá hugmynd að nota hana á litla staðnum.“
ÓX tekur aðeins 11 manns í sæti og er opinn miðvikudaga til laugardags og eru tveir starfsmenn sem vinna að hverju sinni. Gestir mæta stundvíslega eða klukkan 19:00 og kvöldverðurinn hefst 19:15 og tekur um tvo og hálfan tíma.
Miðar á kvöldverðinn er seldur í gegnum netið og fær gesturinn strax tölvupóst með leiðbeiningum um hvar staðurinn er staðsettur. Borgað er fyrirfram og eina sem gesturinn þarf að gera er að mæta með góða skapið og njóta. Boðið verður upp á öðruvísi íslenskan gamaldags mat í nýjum búningi í bland við klassíska evrópskra matargerðalist, allt er innifalið í verði, vínpörun eða óáfeng pörun og kaffi.
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars