Vertu memm

Keppni

Hrafnhildur Anna á leiðinni á konditori heimsmeistarakeppnina í München

Birting:

þann

Hrafnhildur Anna Kroknes Sigurðardóttir

Hrafnhildur Anna Kroknes Sigurðardóttir
Mynd: úr einkasafni

Hrafnhildur Anna Kroknes, bakari og konditor frá ZBC, er á leiðinni á konditori heimsmeistarakeppnina í München og Sigrún Ella Sigurðardóttir fer sem þjálfari fyrir Íslands hönd.

Konditor - Sigrún Ella Sigurðardóttir

Sigrún Ella Sigurðardóttir
Mynd: úr einkasafni

„Við erum að fara að keppa fyrir Ísland á heimsmeistarakeppni undir 25 ára í sætabrauði í München og þessi heimsmeistarakeppni er á vegum UIBC sem er samband bakara og konditora um allan heim.

Keppnin var fyrst haldin árið 2016 í Hollandi og er haldin í annað sinn núna í Þýskalandi samhliða stórsýningunni IBA í september 2018. Það er einnig gaman að segja frá því að þetta er í fyrsta skiptið sem Ísland sendir keppanda í þessa keppni.“

Sagði Sigrún Ella í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um keppnina, IBA er sýninguna og um konditor námið en Sigrún útskrifaðist sem konditori (kökugerð) við ZBC Ringsted í Danmörku í fyrra.

IBA sýningin 2015

IBA sýningin sem er stærsta bakara og konditor sýning í heimi er haldin þriðja hvert ár. Síðast var hún haldin árið 2015, en þá voru 1,309 fyrirtæki frá 58 löndum sem sýndu vörur sínar og þjónustu og 77,814 þúsund gestir frá 167 löndum sem heimsóttu sýninguna. Sýningin er stór og fyllir heilar 12 hallir, en að auki konditor keppninnar eru haldnar heimsmeistarakeppni í bakstri, kaffikeppni omfl. Sannkölluð sælkerahátíð.
Mynd: iba.de

IBA sýningin 2015

Hao Peng og Chia Ming Yang sigruðu konditor keppnina árið 2015
Mynd: iba.de

IBA sýningin 2015

Thomas Lakner frá Þýskalandi í konditor keppninni árið 2015
Mynd: iba.de

IBA sýningin 2015

Hirokazu Asai og Noritoshi Shibuya sigruðu heimseistarakeppni bakara árið 2015.
F.v.: Peter Becker, forseti landssambands bakarameistara í Þýskalandi, Hirokazu Asai, Noritoshi Shibuya og Wolfgang Schäfer varaforseti landssambands bakarameistara í Þýskalandi.
Mynd: iba.de

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið