Pistlar
Óskar Hafnfjörð í framboði til formanns
Ég hef setið í stjórn og trúnaðarráði MATVÍS frá árinu 2012, og var trúnaðarmaður í Ísal ( álverinu í Straumsvík ) frá árinu 2011 og sat þar í samninganefnd. Kom að 18 mánaða langri kjaradeilu Ísal við SA og er því óhræddur við það verkefni sem við blasir um áramót þegar samningar losna og við tekur erfið kjarabarátt, þar þurfum við að passa okkur að dragast ekki afturúr og fá það sem okkur ber.
Ég sit í matvæla- og veitingasviði IÐUNNAR. Hef komið að skipulagi og tekið virkan þá í að setja upp nemakeppnir í greinum okkar. Finnst við geta gert mikið betur þegar kemur að nemakeppnum okkar. Í þeim efnum langar mig að auka sýnileika í öllum okkar greinum. Þar tel ég gríðarlegt tækifæri til að auka umfjöllun á fögunum okkar til að fjölga nemendum, efla greinarnar okkar og auka nýliðun.
Ég sá um utanumhald þegar við fórum á okkar fyrstu Euro skills keppni í Gautaborg og kepptum í matreiðslu. Nú tveimur árum seinna þá erum við að senda keppendur í bakstri, framreiðslu og matreiðslu. Ég er kominn með gott tengslanet innan Euro skills hreyfingarinnar, átti þátt í því að keppt verður í bakstri í fyrsta sinn núna í september á Euro skills keppninni og er kominn með tengilið í Euro skills samtökin í Austurríki þar sem keppnin verður haldin árið 2020. Ég hef unnið að því hörðum höndum að koma keppni í kjötiðnaði inn í Euro skills og langar til að auka enn sýnileika greinarinnar með sýningum og keppnum. Er á dagskránni að keppa í kjötiðn í Austurríki, þar mun MATVÍS því eiga keppendur í öllum okkar greinum. Ég hef komið að og aðstoðað bakarana að setja upp keppni og fá erlenda og íslenska aðila til að setja upp námskeið. Hef verið í góðu samstarfi við klúbb Matreiðslumeistara og Kokkalandsliðið sem æfir á fullu hjá okkur upp á Stórhöfða og erum við að láta setja upp aðstöðu svo allar okkar greinar geti komið hingað og æft sig hvort sem lið eða einstaklingar, sett upp námskeið eða sýningar.
Mjög gott samstarf er komið á milli MATVÍS og Skills samtakana í Danmörku og hafa þau verið einkar góð að senda okkur efnin um keppnirnar sínar og leyft okkur að fylgjast með.
Ég er í fagráði sem er að endurskrifa námskrár í matvælagreinunum og sit sem varamaður í starfsgreinaráði. Við erum í mikilli varnarbaráttu með námið okkar. Stíft er sótt að því að reyna að búta það niður og vera með styttri námsbrautir. Þurfum við því að vera vel á verði og verja okkur með öllum tiltækum ráðum. Sit í stjórn Fræðslumiðstöðvar Atvinnulífsins þar er ég að verja námið í öllum okkar greinum. Hef tekið þátt í þingum og ráðstefnum á vegum Norræna samstarfsins okkar og tekið virkan þátt í fundum hjá Nordisk Union er varðar kjaramál.
Ég hef verið verkefnastjóri yfir vinnustaðaeftirlitinu og farið víðsvegar um landið og höfuðborgasvæðið í eftirlit. Hef verið í nánu samstarfi við önnur stéttarfélög í eftirlitinu sem og eftirlitstofnanir. Eftirlitið hefur gefið mjög góða raun og þarf að hlúa vel að því og sjá til þess að MATVÍS missi ekki dampinn í því.
Við erum á leið inn í nýja tíma. Fleiri stéttarfélög eru á leið til okkar á Stórhöfðann og er í farvatninu að iðnaðarsamfélagið verður hér að mestu í einni byggingu. Þetta tel ég vera gríðarlegt tækifæri að mynda stóra og sterka blokk innan verkalýðshreyfingarinnar. Því sameinuð munum við styðja hvort annað og vera mun sterkari þegar fram líða stundir.
MATVÍS er ört stækkandi félag og hefur blásið út á nokkrum árum. Við þurfum að halda áfram að efla félagið til að takast á við öll þau miklu verkefni sem koma í viku hverri. Það er að mörgu að hyggja og tel ég mig vera réttan aðila í það verkefni. Þetta eru spennandi tímar og hlakka ég mikið til að eiga þátt í þeim. Því óska ég eftir ykkar stuðningi og hvet ég alla MATVÍS félaga að nýta atkvæðið og kjósa sér forystu.
Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, menntaður matreiðslumeistari. Í sambúð og á fjögur börn.
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Keppni14 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill