Vertu memm

Food & fun

Fjölbreytnin í fyrirrúmi á Food and Fun – Myndir frá formlegri setningu hátíðarinnar

Birting:

þann

Setning í Hótel- og matvælaskólans – Food & Fun hátíðin 2018

Food and Fun matarhátíðin hófst í gær og er þetta í sautjánda skipti sem hún er haldin hér á Íslandi. Hátíðin stendur yfir dagana 28. febrúar til 4. mars næstkomandi.

Matseðlarnir eru einkar fjölbreyttir í ár og gefst gestum hátíðarinnar kostur á að smakka allt frá finnsku flatbrauði með ígulkerjasmjöri að kjúklingahjörtum og kamillublómum svo fátt eitt sé nefnt.

Veitingastaðirnar sem taka þátt í fjörinu í ár eru sextán talsins. Hátíðin hefur farið ört vaxandi síðastliðin ár og er löngu búin að festa sig í sessi sem fastur liður í matarmenningu Reykvíkinga.

Hátíðin var formlega sett í Hótel- og matvælaskólanum í gær og buðu nemendur upp á glæsilega veislu (sjá matseðilinn hér).

Sjá einnig: Nemendur í Hótel og matvælaskólanum bjóða upp á glæsilega veislu á formlegri setningu Food & Fun hátíðarinnar

Erlendu gestakokkarnir í ár koma víðsvegar að úr heiminum. Meðal annars frá Bandaríkjunum, Norðurlöndunum, Frakklandi, Líbanon, Ítalíu, Spáni, Argentínu og Laos og matseðlarnir því einstaklega fjölbreyttir í ár. Allar frekari upplýsingar um hátíðina, veitingastaðina og matseðla má nálgast á www.foodandfun.is

Með fylgja myndir frá formlegri setningu Food & Fun hátíðarinnar í gær í Hótel- og matvælaskólanum.

Myndir: Guðmundur Guðmundsson matreiðslumeistari

 

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið