Frétt
Fjölbreytt og spennandi dagskrá í Mathöllinni í desember
Það er bæði fjölbreytt og spennandi dagskrá í boði í Mathöllinni í desember og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Hvetjum við alla til að njóta þess fjölbreytta úrvals viðburða sem í boði er:
Jólamarkaður Hlemms
HVAR: Hlemmur Mathöll, Laugarvegur 107, 101 ReykjavÍK
HVENÆR: Alla laugardaga og sunnudaga á milli 12:00 og 17:00 til 23. des
Hvað: Jólamarkaður Hlemms er hafinn!
Hlemmur mun koma borgarbúum í jólaskapið (og sjá til þess að þeir passi ekki í jólafötin).
Því hverja helgi fram að jólum mun síbreytilegur hópur matarspekúlanta seðja og gleðja gesti á útimarkaðnum. Markaðurinn er staðsettur við norðurhlið hússins og mun bjóða upp á fjölbreytt úrval af ýmis konar jólalegu góðgæti. Búast má við óvæntum glaðningum, lifandi tónlist og almennri gleði.
Fylgist vel með á facebook viðburðinum hér.
Hlemmur Geithöll
HVAR: Hlemmur Mathöll, Laugarvegur 107, 101 Reykjavík
HVENÆR: 6. Desember, 16:00-18:00
HVAÐ: Hlemmur Mathöll verður Hlemmur Geithöll, miðvikudaginn 6. desember á milli klukkan 16 og 18.
Útskriftarnemar í meistaranámi í hönnun við Listaháskóla Íslands standa þar fyrir viðburði tileinkuðum íslensku geitinni sem er afrakstur verkefnis sem unnið var í samstarfi við fjölmarga aðila. Íslenska geitin hefur verið kölluð kýr fátæka mannsins vegna þess hve létt hún er á fóðrum og plássnett.
Geitamjólk þykir afar holl, kjötið er fitusnautt og próteinríkt en hafa má ýmsar nytjar af íslensku geitinni. Íslenski geitastofninn hefur verið í útrýmingarhættu og eru dýrin einungis um 1200 en stofninn er einstakur sem á engan sinn líka.
Verðmæti hans er bæði menningarlegt og erfðafræðilegt en ullarlag geitarinnar er sérstakt. Íslenska geitin hefur fylgt þjóðinni frá landnámi, hún var við líði meðan landsmenn bjuggu í torfkofum og fram til dagsins í dag.
Þennan dag verður hægt að heilsa upp á tvær geitur við Hlemm, inni við verður hægt að skoða afrakstur verkefnisins, sem er meðal annars bók sem í verða upplýsingar og sögur um íslensku geitina. Margnota taupokar verða til sölu, hægt verður að smakka þurrkaðar geitakryddpylsur og þurrkað geitakjöt. Á matseðli veitingastaðanna Kröst, Skál og La Poblana verða réttir úr geitakjöti og ætla má að allir finni eitthvað við sitt hæfi.
Gleymið IKEA jólageitinni. Þetta er eina alvöru jólageitin.
Piparkökuhúsakeppni Mathallarinnar – Bókabakstur
HVAR: Hlemmur Mathöll, Laugarvegur 107, 101 ReykjavÍk
HVENÆR: 16. Desember, 14:00-15:00
Leynist piparkökulistamaður í þér?
Fyrsta Íslandsmeistaramót Mathallarinnar í piparkökuhúsagerð verður haldið 16. desember næstkomandi. Þetta er einstakt tækifæri til að láta þinn innri kökugerðarsnilling skína.
Þemað að þessu sinni eru piparkökuhús innblásin af bókum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Piparkökugerðarfólk mun leggja smíðina fyrir dómnefnd sem samanstendur af einvala liði íslenskra sérfræðinga í bakstri og matargerð.
REGLUR: Öll húsin þurfa að vera heimagerð og að öllu eða mestu leyti tilbúin áður en komið er á staðinn.
1. Verðlaun — Gjafakort frá Wow Air og titilinn Piparkökukeisari Hlemms
2. Verðlaun — Gjafakort frá Hlemmi og titillinn Lilli klifurmús
3. Verðlaun — Vegleg gjafakarfa frá vinum og velunnurum Hlemms og titillinn Vandræðabakari
Bóka og matarskiptimarkaður Mathallarinnar
HVAR: Hlemmur Mathöll, Laugarvegur 107, 101 Reykjavík
HVENÆR: 20.desember, 19:00 – 21:00
Hlemmur Mathöll býður þér að taka þátt í bóka- og matarskiptimarkaði Mathallarinnar. Þar gefst gestum færi á að deila og skiptast á gjöfum í sönnum jólaanda.
Engir peningar, ekkert rugl.
Komdu færandi hendi með bækur sem þú ert búin(n) að lesa eða með mat sem þú hefur lagað og deildu með hinum jólabörnunum
Smákökur, skáldsögur, súrmeti, smásögur, kjötsúpur, ljóð hripuð niður á munnþurrkur…allt er leyfilegt!
Skiptu á bók fyrir bók eða bók fyrir köku. Alveg eins og þig lystir.
Fylgist vel með á facebook síðu Mathallarinnar hér.
Mynd: Arthur Lawrence
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni1 dagur síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka