Frétt
Leifur heiðursgestur á truffluhátíð í San Miniato – Myndir og vídeó
Leifur fékk boð frá trufflufyrirtækinu Savitar í San Miniato um að koma til Ítalíu og elda á einni virtustu truffluhátíð heims, en hana sækja kokkar, matgæðingar, blaða- og fréttamenn um allan heim og allir eiga eitt sameiginlegt, að elska góðan mat. Hátíðin spannar þrjár helgar og á hana mæta á bilinu 300-400 þúsund manns ár hvert.
Á hverju ári ákveða bæjaryfirvöld og trufflufyrirtækin í San Miniato að velja einn kokk, fyrir hverja helgi sem gestakokk truffluhátíðarinnar, en þetta árið varð Leifur Kolbeinsson fyrir valinu.
Það er mikill heiður að vera gestakokkur á þessari hátíð, enda frægir kokkar sem hafa fengið þennan heiður t.a.m. Alex Atala, Carlo Bernardini, Massimo Bottura.
Kynningarmyndband um hátíðina
Það sem þótti mjög spennandi við að fá Leif til að elda á hátíðinni er t.a.m. hugdirfska hans að opna ítalskan veitingastað á Íslandi 1993 sem hét La Primavera, þegar ekki var til nema brot af því hráefni sem til þurfti til að halda uppi hágæða staðla, vitneskja hans um ítalska matargerð, og allir þeir virtu ítölsku kokkar sem hann hefur unnið með í gegnum árin. Síðan fannst fólki mjög framandi og spennandi að blanda íslenskum hágæða mat við hvítu truffluna.
Það kitlaði líka forvitnina hjá skipuleggjendum og gestum hátíðarinnar að vita að verið væri að kynna fyrir þeim truffluvöru sem aldrei hefur verið framleidd áður, þ.e. trufflulax, sem er samstarfsverkefni Sigurjóns Aðalsteinssonar, Marco Savini (Savitar) og Reykjavík Food.
Dagskráin hjá Leif á hátíðinni var á þessa leið:
Föstudaginn 17. nóvember, kom Leifur fram í matreiðsluþætti í Flórens, hjá þáttarstjórnanda sem heitir Annamaria Tossani. Í þennan þátt mætti einnig Marco frá Savitar, bæjarstjóri San Miniato og þrír aðrir embættismenn frá San Miniato. Það sem Leifur bauð upp á í beinni útsendingu var íslensk bleikja og rjúpa, síðan var tekið upp og sýnt síðar hvernig hann útbjó skyr eftirrétt. Auðvitað var allt bragðbætt með hvítri trufflu.
Laugardagurinn 18. nóvember, var eldað fyrir blaða- og fréttamenn í Savitar. Það var fjögurra rétta matseðill, þar sem „fram komu“ rjúpa, humar, bleikja og íslenska skyrið. Að sjálfsögðu var allt þakið með hvítri trufflu og þær eru ekki ódýrar eins og flestir vita.
Sunnudagurinn 19. nóvember, var Leifur og hans aðstoðarmaður Jóhann Jónsson, matreiðslumaður og eigandi Ostabúðarinnar á Skólavörðustíg með „show cooking“ á truffluhátíðinni, þar sem boðið var upp á bleikju að hætti Leifs.
Aðrir fréttamiðlar sem hafa fjallað um veru Leifs á Ítalíu:
Myndir
Hvít-trufflu hátíðin í San Miniato
Eldað fyrir blaða- og fréttamenn í Avitar
Matreiðsluþáttur í Flórens
Truffluveiðar
Myndir: aðsendar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi