Frétt
Gleði á sýningunni Stóreldhúsið 2017 – Myndir

Hafsteinn Ólafsson Kokkur ársins 2017 og Hinrik Lárusson Matreiðslunemi ársins 2017 létu sig ekki vanta á sýninguna
Í dag fór fram stórsýningin Stóreldhúsið 2017 í Laugardalshöllinni og er hún einnig haldin á morgun föstudaginn 27. október frá klukkan 12.00 til 17.00.
Sýningin er stórglæsileg enda er hér fjölbreytt og ómissandi sýning fyrir veitingageirann. Almenningi er ekki boðið á sýninguna heldur er hún eingöngu ætluð starfsfólki og stjórnendum stóreldhúsa.
Allir básar voru uppseldir í ágúst s.l. og mátti sjá öll helstu fyrirtæki á stóreldhúsamarkaðnum á sýningunni sem kynntu matvörur, tæki, búnað og annað er tilheyrir hótelum, mötuneytum og öðrum fyrirtækjum og stofnunum þar sem stóreldhús er að finna. Sannarlega spennandi sýning.
Með fylgja myndir frá sýningunni í dag fimmtudaginn 26. október sem að matreiðslumeistarinn Ólafur Sveinn Guðmundsson tók.

Hallgrímur Björgvinsson frá Progastro og fyrir aftan er matreiðslumeistarinn Róbert Egilsson einnig frá Progastro
Myndir: Ólafur Sveinn Guðmundsson
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu








































