Vertu memm

Frétt

Gleði á sýningunni Stóreldhúsið 2017 – Myndir

Birting:

þann

Stóreldhúsið 2017

Hafsteinn Ólafsson Kokkur ársins 2017 og Hinrik Lárusson Matreiðslunemi ársins 2017 létu sig ekki vanta á sýninguna

Í dag fór fram stórsýningin Stóreldhúsið 2017 í Laugardalshöllinni og er hún einnig haldin á morgun föstudaginn 27. október frá klukkan 12.00 til 17.00.

Sýningin er stórglæsileg enda er hér fjölbreytt og ómissandi sýning fyrir veitingageirann. Almenningi er ekki boðið á sýninguna heldur er hún eingöngu ætluð starfsfólki og stjórnendum stóreldhúsa.

Allir básar voru uppseldir í ágúst s.l. og mátti sjá öll helstu fyrirtæki á stóreldhúsamarkaðnum á sýningunni sem kynntu matvörur, tæki, búnað og annað er tilheyrir hótelum, mötuneytum og öðrum fyrirtækjum og stofnunum þar sem stóreldhús er að finna. Sannarlega spennandi sýning.

Með fylgja myndir frá sýningunni í dag fimmtudaginn 26. október sem að matreiðslumeistarinn Ólafur Sveinn Guðmundsson tók.

Stóreldhúsið 2017

Hafsteinn Sævarsson framreiðslumaður og sölumaður hjá Verslunartækni

Stóreldhúsið 2017

Stefán Gaukur Rafnsson frá Kornax

Stóreldhúsið 2017

Hallgrímur Björgvinsson frá Progastro og fyrir aftan er matreiðslumeistarinn Róbert Egilsson einnig frá Progastro

Stóreldhúsið 2017

Súkkulaði sendiherra íslendinga Hafliði Ragnarsson bakarameistari

 

Myndir: Ólafur Sveinn Guðmundsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið