Frétt
Gleði á sýningunni Stóreldhúsið 2017 – Myndir

Hafsteinn Ólafsson Kokkur ársins 2017 og Hinrik Lárusson Matreiðslunemi ársins 2017 létu sig ekki vanta á sýninguna
Í dag fór fram stórsýningin Stóreldhúsið 2017 í Laugardalshöllinni og er hún einnig haldin á morgun föstudaginn 27. október frá klukkan 12.00 til 17.00.
Sýningin er stórglæsileg enda er hér fjölbreytt og ómissandi sýning fyrir veitingageirann. Almenningi er ekki boðið á sýninguna heldur er hún eingöngu ætluð starfsfólki og stjórnendum stóreldhúsa.
Allir básar voru uppseldir í ágúst s.l. og mátti sjá öll helstu fyrirtæki á stóreldhúsamarkaðnum á sýningunni sem kynntu matvörur, tæki, búnað og annað er tilheyrir hótelum, mötuneytum og öðrum fyrirtækjum og stofnunum þar sem stóreldhús er að finna. Sannarlega spennandi sýning.
Með fylgja myndir frá sýningunni í dag fimmtudaginn 26. október sem að matreiðslumeistarinn Ólafur Sveinn Guðmundsson tók.

Hallgrímur Björgvinsson frá Progastro og fyrir aftan er matreiðslumeistarinn Róbert Egilsson einnig frá Progastro
Myndir: Ólafur Sveinn Guðmundsson

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni2 dagar síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni4 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Frétt5 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni