Vertu memm

Starfsmannavelta

Matarbúrið hættir starfsemi á Grandagarði og Kjötkompaní kemur í staðinn

Birting:

þann

Matarbúrið

Matarbúrið hættir.
Samsett mynd: facebook / Matarbúrið

Matarbúrið á Grandagarði 29 hættir starfsemi 21. október næstkomandi, en verslunin hefur boðið upp á allar vörur sem framleiddar eru á býlinu Hálsi í Kjós, nautakjöt, sinnep, krydd, chutney og sultur og að auki lambakjöt frá Seglbúðum og velferðar kjúklingur frá litlu gulu hænunni, bratwurst pylsur lagaðar á staðnum, svo fátt eitt sé nefnt.

Þau Þórarinn Jónsson og Lisa Boije frá Hálsi í Kjós opnuðu Matarbúrið á Grandagarði í ágúst 2015 og þar á undan voru þau með verslunina á bænum í Kjósinni í sex ár. Matarbúrið kemur ekki til með að opna verslunina aftur í Kjósinni, en von er á að þau bjóði kjötunnendum upp á að kaupa vörurnar á matarmörkuðum.

„Þetta er búinn að vera frábær tími hérna á Grandanum, en nú ætlum við að snúa okkur að öðrum skemmtilegum verkefnum. Við þökkum tryggum fastakúnnum fyrir ómetanlegan stuðning og að sjálfsögðu öllum öðrum líka.

Hver veit nema við bændur á Hálsi birtumst af og til á matarmörkuðum borgarinnar í framtíðinni.“

, segir í tilkynningu frá Matarbúrinu.

Kjötkompaní mun opna verslun á Grandagarði 29 í byrjun nóvember. Kjötkompaní er líka staðsett við Dalshraun 13 í Hafnarfirði.

Kjötkompaní

Kjötkompaní við Dalshraun 13 í Hafnarfirði.
Mynd: facebook / Kjötkompaní

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið