Frétt
Tuborg Classic bjór innkallaður vegna aðskotahluta
Ölgerðin, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur ákveðið að innkalla 50 cl Tuborg Classic bjór í dósum sem merktar eru BF 20.03.18 og með pökkunardag PD 20.09.17 og seldar voru í verslunum ÁTVR.
Ástæðan er sú að aðskotahlutir, hugsanlega gler eða brot úr hörðu plasti, fundust í einni dós að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Ölgerðinni. annsókn á mögulegum ástæðum þess stendur yfir en meðan niðurstaða liggur ekki fyrir hefur verið ákveðið, með hliðsjón af neytendavernd, að innkalla allar dósir frá þessum pökkunardegi.
Þeir einstaklingar sem hafa 50 cl Tuborg Classic dós undir höndum með áðurnefndum merkingum geta skilað þeim til Ölgerðarinnar eða í næstu verslun ÁTVR og fengið nýja vöru í staðinn. Nánari upplýsingar fást hjá Ölgerðinni.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum