Frétt
Stærsta veitingahús fyrir vörubílstjóra afgreiðir fleiri þúsund máltíðir á dag
Iowa 80 Truckstop sem staðsett við hliðina á litlum bæ Walcott í Bandaríkjunum þjónustar að mestu vörubílstjóra og býður upp á nokkra veitingastaði og þar á meðal hjarta staðarins sjálfan veitingastaðinn Iowa 80 Truckstop.
Veitingastaðurinn opnaði árið 1964 og hefur verið opið alla daga síðan, allt árið í kring, dag og nótt. Við Iowa 80 Truckstop eru 900 bílastæði fyrir vöruflutningabíla og þar af 250 bílastæði fyrir venjulega bíla og er stærsta „Truckstop“ heims.
Iowa 80 Truckstop býður upp á átta veitingastaði, Wendy’s, Pizza Hut, Taco Bell, DQ, Orange Julius & Caribou og að sjálfsögðu Iowa 80 Kitchen. Að auki er boðið upp á verslun sem sérhæfir sig í varahlutum fyrir vöruflutningabíla, rakarastofu, tannlæknastofu, kvikmyndahús, gæludýraþvott, sturtur, þvottahús, bensínstöðvar, líkamsræktarstöð s.s. algjört ævintýraland fyrir vörubílstjóra.
Matseðillinn hjá Iowa 80 er ekta amerískur matur, meatloaf, BLT, pulled pork, nautasteikur, fiskréttir, hamborgarar af öllum gerðum. Matseðilinn í heild sinni er hægt að skoða með því að
smella hér.
Vídeó
Í þessu myndbandi er hægt að sjá starfsemina hjá Iowa 80 Truckstop, sjón er sögu ríkari:
Í eftirfarandi myndbandi er hægt sjá verslunina sem sérhæfir sig í varahlutum fyrir vöruflutningabíla og er virkilega flott verslun:
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






