Frétt
Hátt verðlag á matseðli hjá Bambus | Íslenskur sjávarplatti á 19.990 krónur
Á heimasíðu veitingastaðarins Bambus við Borgartún 16 er hægt að skoða matseðillinn, en hann inniheldur fjölmarga rétti.
Verðlagið á súpunum, forréttunum og kjötréttunum er sem gengur og gerist á veitingastöðum bæjarsins, en þegar kemur að sjávarréttunum þá er fyrsta hugsunin sem skýst upp í kollinn sú hvort að vitlaust verðmerking er á matseðlinum því að verðlagið er frekar hátt eða frá 3.990 til 19.990 krónur.
Dýrasti rétturinn er Íslenskur sjávarplatti sem inniheldur leturhumar, kræklingur, rækjur og lax og kostar herlegheitin eins og áður segir 19.990 krónur. Á heimasíðunni er búið að þýða réttina yfir á ensku og á kínversku. Á ensku: Icelandic seafood plate: combined with Icelandic langoustine, mussle, shrimp and salmon og á kínversku: 时令海鲜大拼盘 sem þýðir Árstíðabundið sjávarfang á fati.
Fersk tindabikkja elduð á tvo vegu kostar 11.990 krónur og Íslensk grásleppa að hætti Hong Kong á 10.560 krónur.
Ekki kemur fram á heimasíðunni fyrir hvað marga eru réttirnir, hvort það eru margir sem deila réttinum.
Hér að neðan er hluti af matseðlinum, þ.e. Sjávarréttirnir eins og þeir eru listaðir upp á heimasíðunni:
1. Íslenskur sjávarplatti: leturhumar, kræklingur, rækjur og lax kr. 19.990
2. Snöggsteiktur íslenskur leturhumar í hvítlaukssmjöri (5 piece) (whole piece) kr.9.360 (10 piece) kr.15.360
3. Gufusoðin hörpuskel með hvítlauk og kínverskum hrísgrjónanúðlum (5 piece) (whole piece) kr.5.990 (10 piece) kr.11.990
4. Fersk tindabikkja elduð á tvo vegu: djúpsteikt og soja soðin kr. 11.990
5. Íslensk grásleppa „Hong Kong style“ kr. 10.560
6. Íslenskur þorskur „Hong Kong style“ kr. 6.990
7. Gufusoðinn íslenskur þorskur “ Sichuan style“ með svartbaunasósu kr. 5.990
8. Wok steikt hrefnusteik með „Bambus“ heimalagaðri kínverskri piparsósu kr. 6.990
9. Ferkur íslenskur lax „sashimi“ með wasabi (300gram) kr. 7.290
10. Wok steikur ferskur krabbi með engifer og blaðlauk kr. 7.290
11. Djúpsteiktar þorskgellur með salt og pipar kr. 6.990
12. Pönnusteiktur kræklingur í svartbaunasósu kr. 6.990
13. Þorskur í sterkkryddaðri súpu „Sichuan style“ kr. 5.990
14. Pönnusteiktur þorskur með lemongrass sósu kr. 3.990
15. Pönnusteiktur lax með Terayaki sósu kr. 3.990
Matseðilinn í heild sinni er hægt að skoða á heimasíðu Bambus.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi