Markaðurinn
Jónas Heiðarr hreppti titilinn Besti Barþjónn Íslands – Keppir á World Class í Mexíkó
Nú í vikunni fór fram kokteilkeppnin World Class og var hún haldin á Austur við Austurstræti 7. Í undankeppninni kepptu tugi barþjónar og komust tíu áfram sem kepptu síðan til úrslita á Austur.
Það var Jónas Heiðarr sem stóð uppi sem sigurvegari World Class keppninnar á Íslandi og hreppti þar með titilinn Besti Barþjónn Íslands.
Jónas mun keppa í World Class keppninni í Mexíkó í ágúst næstkomandi fyrir Íslands hönd en í ár eru 62 lönd sem taka þátt.
Dómarar voru þeir David Beatty, David Ríos Aguilar og Andri Davíð. David Beatty kemur frá Ástralíu og er Brand Ambassador fyrir Ketel One Vodka og er David Rios frá Spáni og sigraði World Class keppnina árið 2013. Og síðast en ekki síst Andri Davíð Pétursson barþjónn og framreiðslumeistari með meiru. Andri hefur undanfarin ár sérhæft sig í drykkjargerð og hefur hann keppt í fjölda barþjónakeppna frá árinu 2008 og sigraði nú síðast fyrstu World Class Diageo keppnina sem haldin er á Íslandi árið 2016. Keppti hann fyrir Íslands hönd heimsmeistarakeppninni World Class sem haldin var í Miami og lenti hann þar í 29 sæti af 60 löndum um allan heim.
World Class keppnin var haldin í fyrsta sinn á Íslandi í fyrra sem að Andri Davíð sigraði eftirminnilega, en þetta er ein stærsta og virtasta barþjónakeppni heims og hefur verið haldin síðan árið 2009. Þess má geta að fjöldi þeirra sem keppa í World Class á heimsvísu eru yfir tíu þúsund manns.
Mynd: facebook / World Class Bartending Iceland
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa