Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Unnur ráðin sem yfirkokkur á nýjum veitingastað í Kaupmannahöfn
Nýr veitingastaður opnaði nú á dögunum í Kaupmannahöfn sem ber nafnið Skade og er staðsettur við Rosengården 12.
Hópurinn að baki veitingastaðarins, eigendur og yfirkokkar eru heyrnalausir. Eigendurnir eru fjórir drengir, en þeir fengu til sín verðlauna matreiðslumanninn Unni Pétursdóttur og matreiðslumanninn Magnus Madsen.
Veitingastaðurinn er lítill og huggulegur sem tekur um 35 matargesti í senn og byggist matseðillinn á skandinavískum réttum.
Á matseðlinum má m.a. finna svínabringur, danskan smokkfisk auk þess sem staðurinn býður upp á fjölbreytt úrval af bjór og einnig er á boðstólnun hvönn-brennivín frá Íslandi.
Víðsvegar um allan heim er hægt að finna táknmálsveitingastaði, en eigendur Skade eru ekki að markaðssetja veitingastaðinn sem slíkan.
Nafn veitingastaðarins var valið af prófessor í sagnfræði en nafnið Skade er heiti á gyðju veiðimannsins sem vísar til sjálfstæði veitingastaðarins og hann verður rekinn af sömu hugsun og gyðja.
https://www.instagram.com/p/BUCDVpIgmjH/
“Að láta ekkert stöðva sig” og að vera döff á ekki að stöðva fólk í að gera það sem það vill.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins