Keppni
Hefur þú „keppnis“ áhuga á matreiðslu?
Ertu lærður matreiðslumaður, matreiðslunemi eða pastry-kokkur?
Hefur þú gaman af því að elda í góðra vina hópi, skiptast á bransasögum og ferðast til útlanda?
Ef svo er þá gætir þú átt erindi í Kokkalandsliðið! Nú er rétta tækifærið. Kokkalandsliðið mun keppa á heimsmeistaramótinu í matreiðslu sem haldið verður í Lúxemborg haustið 2018 og fram undan er strangt og skemmtilegt æfingaferli.
Við leitum að kokkum, desert/pastry-kokkum og nemum sem hafa mikinn áhuga og metnað fyrir mat og getu til að taka þátt í ógleymanlegri lífsreynslu sem gerir okkur öll að betri fagmönnum. Ekki er skilyrði að hafa tekið þátt í keppni áður en vilji og geta til hópvinnu og að tilheyra sterkri liðsheild er algjört lykilatriði.
Stjórn kokkalandsliðsins
Eftirtaldir aðilar skipa stjórn kokkalandsliðsins:
- Ylfa Helgadóttir
- Þráinn Freyr Vigfússon
- Viktor Örn Andrésson
- Steinn Óskar Sigurðsson
- Björn Bragi Bragason
Þjálfarar:
- Ylfa Helgadóttir
- Garðar Kári Garðarsson
Umsóknir
Allir sem hafa áhuga á að taka þátt eru hvattir til að senda inn umsókn og ferilskrá á [email protected]
Umsóknarfrestur er til 25. apríl nk.
Frekari upplýsingar veita: Ylfa Helgadóttir, þjálfari Kokkalandsliðsins, netfang: [email protected] sími: 866 9629 og Björn Bragi Bragason, forseti KM, netfang: [email protected] sími: 692 9903
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið18 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu







