Keppni
Allt komið á fullt hjá Landsliði bakara – Keppa á Norðurlandakeppni í haust – Myndir
Eins og fram hefur komið þá var Landslið í bakstri stofnað í byrjun árs sem mun æfa og keppa fyrir Íslands hönd í bakarakeppnum sem haldnar verða á komandi árum.
Metnaðarfullir bakarar eru farnir að hittast í Hótel- og matvælaskólanum á mánudagskvöldum til æfinga undir stjórn Ásgeirs Þórs Tómassonar. Landsliðið stefnir nú á Norðurlanda keppni í bakstri (Nordic Bakery Cup 2017) sem haldin verður næstkomandi haust.
Bakhjarlar landsliðsins eru Landssamband bakarameistara og Matvís og eru meðlimir í landsliðinu í óða önn við að leita að styrktaraðilum til að standa straum að kostnaði. Þeir sem áhuga hafa að styrkja landsliðið er bent á að hafa samband við Ásgeir Þór Tómasson bakarameistara á netfangið asgeir.tomasson@mk.is
Meðlimir í Landsliði bakara:
- Gunnlaugur Arnar Ingason
- Daníel Kjartan Ármannsson
- Helgi Freyr Helgason
- Rúnar Snær Jónsson
- Daníel Karl Ármannsson
- Stefán Hrafn Sigfússon
Með fylgja myndir frá æfingu sem haldin var á mánudaginn s.l. Bakarar og bakaranemar fylgdust vel með æfingunni.
Myndir: Ásgeir Þór Tómasson

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni5 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun