Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
MAT BAR er nýr veitingastaður á Hverfisgötu – Sjáið mat-, kokteil- og vínseðilinn hér – Myndir
MAT BAR er hugarfóstur Guðjón Haukssonar athafnamanns, hann hefur leitt verkefnið af mikilli hugsjón og skapað þennan stað sem er nú að opna í fallegu húsnæði við Hverfisgötu 26.
Með sér til liðs fékk Guðjón HAF stúdíó í hönnun staðarins og markmiðið var að skapa tímalausa og fágaða hönnun sem myndi vaxa og dafna í miðbæ Reykjavíkur. Mikið er lagt uppúr íslensku handbragði og gæðaefnum sem gefur staðnum mikin klassa, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Á MAT BAR er opnað snemma og lokað seint og áhersla lögð á léttleikandi matargerð undir áhrifum frá einfaldleika ítalska eldhússins og aðferðum frá skandinavíu. Snemma dags er deli & take away allsráðandi og matseðill breytist í Tapas rétti þegar líður á daginn og kvöldið með apperitivo inn á milli.
Í matseðlagerðina og konseptvinnu fékk Guðjón með sér matreiðslumeistarann Gísla Matthías Auðunsson sem hefur áður rekið veitingastaðina Mat og Drykk og einnig Slippinn í Vestmannaeyjum með fjölskyldu sinni við góðan orðstýr. Í eldhúsinu munu þeir Egill Pietro og Guðlaugur Ingibjörnsson taka við keflinu og verða vaktstjórar MAT BARS og Sigríður Kjartansdóttir rekstrastjóri staðarins.
Góð stemmning, drykkir og kokteilar spila stóran part og lagt er áhersla á vandað vínúrval og skemmtilega kokteila úr smiðju Andra Davíðs Péturssonar kokteilameistara.
Matseðlar
In english
Myndir
Myndir: facebook / MAT BAR
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði