Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fosshótelkeðjan stækkar
Fosshótel vinnur að opnun á nýjum hótelum. Annað hótelið er á Fáskrúðsfirði, Fosshótel Austfirðir, og mun það opna vorið 2014. Hitt hótelið er við Höfðatorg í Reykjavík, Fosshótel Reykjavík, og stefnt er á opnun þess vorið 2015.
Fosshótel Austfirðir, er þriggja störnu hótel staðsett á Fáskrúðsfirði og mun það opna næsta vor. Hótelið er glæsilegt í alla staði. Þar verða til að byrja með 26 herbergi en þeim mun fjölga síðar í 32 herbergi. Öll herbergin eru fullbúin og með baði. Einnig verður veglegur veitingastaður sem mun rúma allt að 60 manns. Byggingin sem hótelið verður í er merkilegt að mörgu leiti sem og saga þess og er eitt af helstu kennileitum Fákskrúðsfjarðar, Franska spítalanum. Franski spítalinn var reistur árið 1903 og tekinn í notkun árið 1904. Hann var einn þriggja spítala sem byggðir voru á Íslandi af franska ríkinu til að þjóna fjölda franskra fiskimanna sem stunduðu veiðar við landið.
Fosshótel Reykjavík, verður glæsilegt þriggja stjörnu plús hótel sem stefnt er að opna um vorið 2015. Hótelið verður á 16 hæðum með 342 herbergjum og staðsett við Höfðatorg í Reykjavík. Á hótelinu verður rekinn glæsilegur veitingastaður og þrír fundarsalir, að því er fram kemur á fosshotel.is.
Myndir: fosshotel.is
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður