Smári Valtýr Sæbjörnsson
Eftirréttur að hætti Axels á forsíðu Capfruit
Á forsíðu í nýjasta tímariti Capfruit er eftirrétturinn „Berriolette“ en það er meistarinn sjálfur Axel Þorsteinsson bakari & konditor sem er höfundur á þessum girnilega rétti. Eftrirétturinn heitir „Berriolette“ og er mille-feuille réttur þar sem uppistaðan eru rauð ber.
Tímaritið er gefið út og dreift til 50 landa á 12 tungumálum. Hlutverk blaðsins er að kynna hæfileika og hefð í matargerð frá mismunandi löndum auk þess að kynna og byggja undir ímynd matargerðar á viðkomandi svæði eða landi. Blaðinu er dreift til hágæða veitingahúsa, hótela og virtra matreiðslumeistara um allan heim, þar á meðal Michelin veitingastaða.
Tímaritið er hægt að lesa með því að smella hér.
Axel býr núna í Kúveit og starfar þar sem yfirbakari hjá frægu Bouchon Bakery keðjunni sem að matreiðslumeistarinn Thomas Keller á og rekur. Axel hefur komið sér vel fyrir í Kúveit og hefur keypt sér glæsilegan bíl, leigir 5 herbergja íbúð á 15. hæð í nýju hverfi Kúveit ásamt vinnufélaga sínum.
Sjá einnig: Axel Þorsteinsson verður yfirbakari hjá Bouchon Bakery í Kúveit
Verkefnið hans þessa dagana er að þjálfa tvo Sous Pastry Chefa og nokkra þjóna. Axel er með aðstöðu á stað sem heitir Dean & Deluca og sem hliðarverkefni með þjálfuninni er Axel að hanna nýja eftirrétti fyrir Dean & Deluca.
Axel fer til New York í febrúar í þjálfun hjá Bouchon Bakery og verður þar í um 6 vikur.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur