Keppni
Landslið bakara í undirbúningi
Mikill áhugi er nú á að stofna landslið bakara hér á landi til að eiga kost á að taka þátt í erlendum bakarakeppnum. Davíð Þór Vilhjálmsson, stjórnarmaður í LABAK, Ásgeir Þór Tómasson og Henry Þór Reynisson fóru nýlega til Osló og kynntu sér Norðurlandakeppni í brauð- og kökugerð. Í tengslum við það var stofnaður landsliðshópur bakara á Facebook, að því er fram kemur á vef Landssambands bakarameistara.
Bakarar eru hvattir til að skrá sig í hópinn og kynna sér það sem þar fer fram. Áhugasamir bakarar eru farnir að hittast í Hótel- og matvælaskólanum á mánudagskvöldum til æfinga undir stjórn Ásgeirs Þórs Tómassonar. Öllum áhugasömum bökurum og kökugerðarmönnum er velkomið að taka þátt í því.
Á heimasíðunni labak.is kemur fram að ef allt gengur vel og nægur áhugi er fyrir hendi er stefnt að því að senda lið í næstu Norðurlandakeppni.
Landsliðshópur bakara á Facebook
Mynd: labak.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Markaðurinn4 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn4 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn5 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni5 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu






