Frétt
René Redzepi í þætti Charlie Rose

René Redzepi yfirkokkur og stofnandi Noma í Kaupmannahöfn, sem nýlega var kosinn besti veitingastaður heims, var gestur í spjallþætti Charlie Rose á dögunum.
Þar ræddi René um norræna matreiðslu, velgengni Noma og sín fyrstu skref í kokkaskóla.
Charlie Rose hefur í tæp tuttugu ár verið með spjallþátt sinn nánast á hverju virku kvöldi. Þátturinn nýtur mikillar virðingar og hefur Rose í gegnum tíðina rætt við fjölda listamanna, fræðimanna og þjóðarleiðtoga.
Á þeim tæplega tveim áratugum sem Rose hefur verið í loftinu hefur hann meðal annars rætt við Barack Obama, Mahmoud Ahmadinejad, Neil Young, Boutros Boutros-Ghali og Cat Stevens.
Myndbandið má sjá með því að smella hér.
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins





