Freisting
Hákon Már Örvarsson eldar í Kanada

Hákon Már Örvarsson, margverðlaunaður meistari, mun matreiða í Winnipeg í Kanada síðar í vikunni á Wow! Hospitality veitingahúsinu og Terrace Fifty-Five. Á vef Winnipeg Free Press kemur fram að Hákon muni frá fimmtudegi til sunnudags elda frumlega rétti sína í félagi við yfirmatreiðslumenn beggja staða.
ekið er fram að ferð Hákons til Winnipeg sé að frumkvæði skipuleggjenda Iceland Naturally markaðsherferðarinnar.
Árið 2001 hlaut Hákon bronsverðlaunin í matreiðslukeppninni frægu Bocuse d´Or. Hákon nam matreiðslu í heimabæ sínum, Akureyri, og var yfirmatreiðslumaður á Hótel Holti um tíma áður en hann gerðist fyrst matreiðslumaður og síðan yfirmatreiðslumaður á hinu þekkta veitingahúsi Leu Linster í Luxembor. Hann hefur einnig starfað sem yfirmatreiðslumeistari hjá Vox.
Greint frá á Mbl.is
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn5 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn





