Bocuse d´Or
Ragnar og fylgdarlið kominn til Frakklands
Nú líður að Bocuse d ´Or keppninni frægu en hún verður haldin á SIRHA sýningunni í sýningarhöllinni í Lyon EUREXPO dagana 24. 28. janúar eins og vanalega.
Íslendingar taka nú þátt í 6. skiptið og er það Ragnar Ómarsson sem er fulltrúi okkar í keppninni, en þetta er í annað sinn sem hann er fulltrúi okkar í keppninni, aðstoðarmenn hans í þetta sinn eru Einar Þór Jóhannsson matreiðslunemi á Domo og Gústav Axel Gunnlaugsson matreiðslumaður sem hefur störf á nýjum stað eftir ferðina, einnig er Sturla Birgisson einn af dómurum í keppninni.
Aðalhráefni keppninnar er eftirfarandi:
Fiskréttur fyrir 14 manns Norskt Sjávarfang
1 Ferskur heill Þorskur um það bil 5 6 kíló
2 Risahörpuskel 45 stykki
3 Villtar rækjur, ósoðnar 3 kg
Kjötréttur fyrir 14 manns Skoskt naut Angus
1 Angus fillet 2 2,5 kg
2 Uxahali um 1kg
3 Nautakinnar 2 stk um 500gr hvor
4 Nautarif 3 stk 3 4 kg .
20 janúar 2009 s.l. héldu keppendur og dómari til Frakklands og munu dvelja í sveitinni fyrir utan Lyon ,og fara á markaðinn og setja sig í stellingar.
Munum við flytja ykkur fregnir um leið og Þær berast.
Við hjá Freisting.is óskum þeim alls farnaðar í komandi keppni.
Yfirlit frétta af Bocuse d´Or, er hægt að nálgast hér.
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vantar þig hugmynd af frábærri jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Úrval af jólaservíettum og jólakertum hjá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel13 klukkustundir síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi