Freisting
Ný norræn matargerð á matseðlinum
Norrænu matvælaráðherrarnir
Michael Björklund Álandseyjum, Anne Sofia Hardenberg frá Grænlandi og Leif Sørensen frá Færeyjum voru skipuð sendiherrar nýrrar norrænnar matargerðar á norrænum ráðherrafundi í Björneborg.
Hans Christian Schmidt matvælaráðherra Danmerkur sagði við þetta tilefni:
Ný norræn matargerð er almenn viðurkenning á upprunalegum gildum, þ.e.a.s. miklu meira en tískubóla meðal matreiðslumanna í fremstu röð.
Við eigum sérstaklega að verðlauna gæðavörur. Á Norðurlöndum eru langir bjartir sumardagar og vetur sem einungis harðgerustu tegundir lifa af.
Sendiherrarnir þrír bætast við þá ellefu sem þegar hafa verið skipaðir. Verkefni þeirra er að miðla þekkingu og vekja athygli á verkefni um nýja norræna matargerð. Sendiherrarnir hafa allir staðið fyrir átaksverkefnum til að koma norrænni matargerð og menningu á framfæri.
Sirkka-Liisa Anttila hrósaði einnig verkefninu, sem hún lýsti sem angan bjartra sumardaga:
Matargerð er menning og við erum loksins farin að viðurkenna það á Norðurlöndum. Við eigum gott hráefni sem hægt er að nota í framandi rétti. Þetta snýst um að nýta norrænan styrk, einnig á þessu sviði.
Norrænu matvælaráðherrarnir ásamt landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherrunum urðu sammála um að veita ný verðlaun fyrir Nýja norræna matargerð, alls 100.000 danskar krónur. Verðlaunin má veita einstaklingi eða samtökum sem unnið hafa einstakt starf til að kynna og þróa norræna matargerð og matarmenningu. Verðlaunin verða veitt í fyrsta sinn árið 2007 á viðburð sem Norræna ráðherranefndin stendur fyrir og kallast Ný norræn matargerð.
Verkefnið gengur sérstaklega vel. Meðal annars hefur verið komið á nánu samstarfi við Norrænu nýsköpunarmiðstöðina sem styrkti 6 nýsköpunarverkefni á sviði matargerðar tímabilinu 2007-2009. Alls hefur 12 milljónum danskra króna verið veitt til verkefnisins.
Nánar um nýja norræna matargerð: www.norden.org/jord_skog/nordisk_mat/sk
Matvælasamstarf á Norðurlöndum: www.norden.org/livsm/sk
Mynd: Esa Kyyrö | [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt1 dagur síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Pistlar14 klukkustundir síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s