Uncategorized
Sunnlenskur bjór senn á markað
Sunnlenskur sælkerabjór verður á boðstólnum innan tíðar. Keypt hefur verið bruggverksmiðja í Danmörku sem setja á upp í Flóanum. Sunnlendingar hafa lengi kunnað sitthvað fyrir sér í bruggun ýmissa göróttra drykkja og á tyllidögum víða hægt að fá fínasta hjemmelaget“ út kaffið svona rétt til að kæla það í það minnsta.
Ætla má að dregið hafi eitthvað úr þessum heimilisiðnaði í seinni tíð eftir að svokallaðar Vínbúðir hafa sprottið upp í næsta hverju þorpi í héraðinu. En alvöru bruggverksmiðja hefur aldrei verið á Suðurlandi, þar að þrír dugnaðarmenn austan úr Flóanum fóru til Danmerkur fyrir helgi og keyptu ger og græjur sem þarf til að búa til gæða öl að hætti frænda okkar.
Mjöð þennan hyggjast þeir framleiða í útihúsunum í Ölvisholti og selja að mestu hér á landi en um þriðjung í Danmörku. Bjarni Einarsson er einn eigenda bjórverksmiðjunnar, og hann hyggst læra uppskriftina að sunnlenskum sælkerabjór af heimsfrægum bruggurum. Ölið ætti að vera byrjað að flæða fyrir árslok en heildarframleiðsla á ári er áætluð um 300.000 lítrar.
Ruv greindi frá
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt1 dagur síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Pistlar13 klukkustundir síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s