Vertu memm

Freisting

Allar keppnir í Toronto afstaðin

Birting:

þann

 Berglind Loftsdóttir
Berglind Loftsdóttir

Á síðustu þrem dögum hefur verið virkilega gaman af að fylgjast með keppnunum beint frá Humber Háskólanum í Toronto í Kanada, en þar stendur yfir ráðstefna hjá kokkaklúbbnum Canadian Culinary Federation.

Þó að keppnirnar séu búnar, þá er ráðstefnan þéttskipuð fram á sjálfan Sjómannadag Íslendinga eða á sunnudaginn 3. júní.

Fréttaritari fylgdist vel með keppnunum alla dagana og í gær þegar Berglind keppti í keppninni „The Nordic Junior Challenge“, þá mátti sjá Sverrir Halldórs matreiðslusnilling og Gissur Guðmunds bregða fyrir á vefmyndavélunum. Það var ekki annað en að sjá að Berglind stóð sig frábærlega. Keppnin er vinakeppni á milli Norðurlandaliði Ungkokka og Kanadíska ungkokkaliðið.

Enginn verðlaunasæti verða í keppninni „The Nordic Junior Challenge“ þar sem þessi vinakeppni er liður í því að kynna á Wacs ráðstefnunni, sem haldin verður í Dubai árið 2008.

Það má með sanni segja að Humber Háskólinn stóð sig frábærlega vel með beinu útsendingarnar frá keppnunum, og þess ber að geta að fjölmargir notendur Freisting.is lýstu ánægju sinni yfir þessari þjónustu. Freisting.is kom þeim skilaboðum til skila í Humber Háskólans, sem svaraði með þakkarbréfi til allra.

Nánar um ráðstefnuna og keppnirnar er hægt að lesa hér

Auglýsingapláss

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið