Freisting
Veitingahúsin hafa enn ekki lækkað
Á heimasíðu Alþýðusambands Íslands er greint frá að veitingahúsin hafi einungis lækkað um 3,2% frá því í febrúar s.l.
Hér að neðan ber að líta tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands;
-
Verðbólga mældist 5,3% í mars og hefur hækkað um 0,6% frá því í febrúarmánuði. Enn eru það hækkanir á markaðsverði húsnæðis sem leiða hækkunina en kostnaður vegna eigin húsnæðis hækkaði um 2,5% milli mánaða. Þá hækkaði verð á fötum og skóm einnig mikið frá því í febrúar eða um 5,5% sem rekja má til útsöluloka á þessum vörum í verslunum.
Verð á mat og drykkjarvörum lækkaði um 0,9% milli mánaða og má ætla að hér sé að skila sér hluti þeirra lækkana sem varð á vörugjöldum þann 1. mars þegar vörugjöld voru afnumin af matvörum eins og gosi, söfum, kaffi, ís o.fl. Gert var ráð fyrir að afnám vörugjalda skilaði 1,3% verðlækkun á mat- og drykkjarvörum en ætla má að sú lækkun geti tekið 2-3 mánuði að skila sér að fullu.
Breytingar á virðisaukaskatti sem gerðar voru þann 1 mars sl. náðu einnig til fleiri liða vísitölunnar og ber þar helst að nefna lækkun á virðisaukaskatti á veitingahúsum. Áætlað var að sú breyting hefði tæplega 9% áhrif til lækkunar á veitingarlið vísitölunnar. Við síðustu mælingu á vísitölu neysluverðs í mars hafði verð á veitingahúsum einungis lækkað um 3,2% frá því í febrúar. Vonir stóðu því til þess að veitingahús hefðu í kjölfarið lækkað hjá sér verð og skilað lækkun á virðisaukaskattinum til neytenda.
Sú er hins vegar ekki raunin því veitingarliður vísitölunnar er nánast óbreyttur frá því í marsmánauði og því ljóst að veitingamenn eiga flestir enn eftir að skila neytendum þeirri lækkun sem þeim ber.
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar6 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta7 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Markaðurinn2 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn2 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn3 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu





