Freisting
Skýrsla formanns matvælanefndar
Nefnd sú sem forsætisráðherra skipaði í janúar 2006 til að fjalla um hátt matvælaverð á Íslandi og gera tillögur um lækkun matvælaverðs hefur nú lokið störfum. Jafnframt hefur formaður nefndarinnar, Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri afhent forsætisráðherra skýrslu sína um störf og viðfangsefni nefndarinnar. Nefndin hefur ekki komist að samhljóða niðurstöðu og er ágreiningur um ýmis viðfangsefni hennar, einkum þau sem varða tollvernd á landbúnaðarafurðum.
Í ljósi ágreinings í nefndinni er það álit formanns hennar að ekki sé grundvöllur fyrir því að nefndin sendi frá sér sameiginlegt álit. Hins vegar er brýnt að greint verði frá starfi nefndarinnar, þeim leiðum til lækkunar matvælaverðs sem hún hefur fjallað um, álitamálum sem hún hefur fengist við og ekki síst því mati á áhrifum af mögulegum aðgerðum sem Hagstofa Íslands hefur unnið í tengslum við starf nefndarinnar. Fyrir þessu er gerð grein í skýrslunni.
Meginatriði skýrslunnar
Helstu áhersluatriði í skýrslunni eru eftirfarandi:
-
Skattbreytingar og hreinsun í skattamálum matvöru
-
Lækkun og afnám tollverndar á búvörum
-
Mat á áhrifum af breytingum í skatta- og tollamálum á matvælaverð, útgjöld heimila og fjárhag ríkissjóðs.
Vandamál vegna skattlagningar
Matvörur eru skattlagðar á margvíslegan hátt og mismikið. Sumar matvörur bera vörugjald en aðrar ekki og gjaldið er mishátt. Meiri hluti matvæla ber 14% virðisaukaskatt en um fimmtungur þeirra ber 24,5% skatt. Á sumar matvörur leggst tollur sem er mishár. Þessari skattlagningu fylgja kerfi undanþága sem ætlað er að koma í veg fyrir margfalda skattlagningu innlendrar framleiðslu og starfsemi. Afleiðingar þess eru:
-
Verð á matvörum sem bera skatta/tolla eða hærri skatta/tolla en aðrar matvörur veitir skjól fyrir hátt verð á samkeppnisvörum og vörum sem komið geta í stað skattlögðu vörunnar.
-
Vörugjöld og tollar hafa uppsöfnunaráhrif; þessi gjöld eru lögð á millistig í viðskiptum og mynda grunn fyrir verslunarálagningu og álagningu virðisaukaskatts sem leggst á síðasta stig viðskipta.
-
Þessi mismunandi og misháa skattlagning veldur því að verðhlutföll skyldra vara brenglast, raunverulegt verð vörunnar er dulið og allur samanburður á verði hliðstæðra vörutegunda er mun erfiðari en ella.
-
Álagningar- og undanþágukerfin sem þessu fylgja, eru flókin og ógagnsæ, þau fela í sér skrifræði, fyrirhöfn og kostnað.
-
Stjórnsýsla í álagningu skatta og tolla á matvæli er flókin og ógagnsæ. Hún byggist á margvíslegum lögum, reglugerðum, tollskrárviðaukum og viðskiptasamningum, er ýmist almenn eða sértæk og felur í sér heimildir til stýringar á viðskiptaskilyrðum einstakra greina og vara.
Athuganir matvælaverðsnefndar leiða til þeirrar niðurstöðu að brýnt sé að taka til hendinni hvað varðar álagningu skatta og tolla á matvæli. Nefndin hefur fjallað sérstaklega um afnám vörugjalds af matvælum, afnám tolla og samræmingu virðisaukaskatts á þá leið að allar matvörur beri jafnþungan hlutfallslegan skatt. Þetta mun ekki einasta leiða til lækkunar á verði þeirrar vöru sem er skattlögð, heldur hafa víðtæk áhrif á verðlagningu á samkeppnis- og staðkvæmdarvöru.
Nefndin hefur fjallað um lækkun á 14% þrepi virðisaukaskatts, matarskattsins svonefnda. Í því sambandi hefur komið fram að slík aðgerð hefði bein áhrif í eitt skipti á matvöruverð en hefði ekki þau afleiddu áhrif sem skipta svo miklu um afnám og samræmingu skattlagningar matvæla. Þá benda tölur um tekju- og útgjaldadreifingu heimila til þess að lækkun matarskatts hefði áhrif á kaupmátt allra heimila en lítil áhrif til tekjujöfnunar.
Lækkun og afnám tollverndar á búvörum
Helstu búvörur svo sem kjöt og kjötvörur, mjólk og mjólkurafurðir, ostar og egg bera nú svo háa tolla að komið er að mestu í veg fyrir innflutning á þessum vörum. Þessi tollvernd veitir ekki einungis vernd fyrir innlenda búvöruframleiðslu heldur veitir hún ennfremur skjól fyrir hátt verð á samkeppnis- og staðkvæmdarvörum. Af þessum sökum hefur það sjónarmið verið reifað innan nefndarinnar að til þess að ná niður matvöruverði hér á landi sé engin ein aðgerð jafnárangursrík og að draga verulega úr eða afnema tollverndina og veita innfluttri vöru aðgang að innanlandsmarkaði.
Í nefndinni voru settar fram tillögur um þetta efni. Annars vegar yrði innflutningsverndin lækkuð markvisst og afnumin og markaðskerfi landbúnaðarins gert opnara og frjálsara en það er nú. Hins vegar yrði stuðningur við landbúnaðinn og byggð í landinu aukinn sem svaraði til lækkunar tollverndarinnar til þess að tryggja hag bænda og búvöruframleiðslu í landinu. Fulltrúar landbúnaðarins hafa ekki tekið undir þessi sjónarmið, þeir hafa talið að áhrif niðurfellingar tollverndar væru ofmetin og aðgerðir af þessu tagi væru skaðlegar landbúnaðinum. Þetta hefur verið helsti ásteytingarsteinninn í starfi nefndarinnar.
Mat á áhrifum mögulegra aðgerða
Hagstofa Íslands hefur metið áhrif af mögulegum skatta- og tollabreytingum á matvöruverð, heimilisútgjöld og fjárhag ríkissjóðs. Helstu niðurstöður koma fram í eftirfarandi töflum (sjá bls 9 í skýrslunni). Meginniðurstöður eru þessar (sjá bls. 10):
-
Afnám vörugjalds, niðurfelling tolla og samræming virðisaukaskatts mundi lækka hlutfallslegt matvöruverð um 8%.
-
Ef til viðbótar kæmi helmingsafnám tollverndar á búvörum yrði hlutfallslegt verðlag hér og á Norðurlöndunum (að Noregi undanskildum) svipað og að með fullu afnámi tollverndarinnar yrði það komið niður undir meðaltal ESB-ríkjanna.
Mat á áhrifum á tillögum sem matvælaverðsnefnd hefur fjallað um
Verðáhrif, bein og afleidd, % |
Matvöruverð |
Vísitala |
Afnám vörugjalds | 4,2 | 0,6 |
Niðurfelling tolla í 7.-15. og 17.-22. kafla tollskr. | 1,7 | 0,2 |
Samræming virðisaukaskatts í 14% | 1,6 | 0,2 |
Lækkun virðisaukaskatts af veitingaþjónustu |
(8,4)1) |
0,3 |
Alls | 7,5 | 1,3 |
Dæmi um lækkun tollverndar | ||
af búvöru (2., 4, og 16. kafli tollskrár) | ||
Helmingslækkun | 7,8 | 1,1 |
Fullt afnám | 15,6 | 2,2 |
Lækkun ársútgjalda heimila, þús. kr. | |
Afnám vörugjalds | 21,9 |
Niðurfelling tolla í 7.-15. og 17.-22. kafla tollskr. | 8,7 |
Samræming virðisaukaskatts í 14% | 8,1 |
Lækkun virðisaukaskatts af veitingaþjónustu | 10,9 |
Alls | 49,6 |
Dæmi um lækkun tollverndar | |
af búvöru (2., 4, og 16. kafli tollskrár) | |
Helmingslækkun | 40,9 |
Fullt afnám | 81,8 |
Áhrif á tekjur ríkissjóðs2), millj. kr. á ári | ||
Afnám vörugjalds | -1.550 | +380 |
Niðurfelling tolla í 7.-15. og 17.-22. kafla tollskr. | -650 | +160 |
Samræming virðisaukaskatts í 14% | -950 | +150 |
Lækkun virðisaukaskatts af veitingaþjónustu | -960 | +150 |
Alls | -4.110 | +840 |
Dæmi um lækkun tollverndar | ||
af búvöru (2., 4, og 16. kafli tollskrár) | ||
Helmingslækkun | -145 | +900 |
Fullt afnám | -290 | +1.800 |
1) Áhrif á veitingalið í vísitölu neysluverðs.
2) Neikvæðar tölur (-) sýna tekjutap ríkissjóðs vegna skattalækkana. Jákvæðar tölur (+) sýna tekjuaukningu ríkissjóðs af þeirri veltuaukningu innanlands sem ofangreindar skattalækkanir hafa í för með sér.
Skýrsla formanns matvælaverðsnefndar ( Pdf )
Greint frá á Hagstofan.is
-
Veitingarýni4 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Nýtt á matseðli1 dagur síðan
Grillaður lax að hætti Sumac
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matvís jólaballið verður 8. desember