Greinasafn
Vínsmökkun – Munnur
Mikilvægi þess og ekki síður ánægjan af að skoða vín og lykta af víninu er vissulega mikil,en það að smakka vínið er það sem á endanum telur hvað mest við að gera vínið ógleymanlegt. Takið ykkur góðan munnfylli úr vínglasinu og veltið því um munninn nokkuð kröftulega,dragið inn súrefni og látið það leika um vínið til að auka á bragðflóru þess, eftir 15-20 sekúndur er best að spýta víninu ef smakka á fleiri vín, annars er að sjálfsögðu í lagi að njóta vínsins til fulls.
Tungan á okkur hefur nokkra bragðfleti, sætuna greinir maður fremst, til hliðanna má greina sýrustig og aftast á tungunni má svo greina beiskju, vín sem hafa háa sýru mynda oft vökva í munninum, þvert á móti eru það tannínin sem eru hvað mest áberandi í ungum rauðvínum sem hafa góða geymslu-eiginleika sem þurrka þig upp í munninum.
Þegar þú virðir fyrir þér glas af víni, skaltu fyrst íhuga margbreytileika vínsins og þyngd, en það koma til aðrir þættir sem ráða miklu um þetta tvennt m.a. vínþrúgutegund og aldur vínsins, góður Bordeaux myndi t.d. vera þéttari en ungt vín frá Beaujolais.
Ákveðin karakter-einkenni vína eru tengd mismunandi vínþrúgum, og jafnvel geta svæðin haft þar mikið að segja, ástralskur Riesling má t.d. lýsa sem víni með suðræna ávexti, meðan að Riesling frá Alsace myndi hafa léttari karakter og meiri sýru og sítrusávöxt.
Í vínum frá Gamla Heiminum eru ákveðnar vínþrúgutegundir sem hafa tilhneigingu til að tengjast einstökum svæðum, þessu til stuðnings má teljast nokkuð líklegt að vín úr Pinot Noir gæti komið frá Búrgundý, þetta sama getur átt við um vín frá Nýja heiminum, Marlborough er t.d. vínræktarsvæði í Nýja-Sjálandi þar sem áhersla er á hvítvín unnin úr Sauvignon Blanc þrúgunni.
Enn og aftur er niðurstaða þín aldrei röng á einu víni, lýsið því eftir bestu vitund, smökkun er og getur verið hvatning fyrir hvern og einn að skapa sér sinn eigin vínsmekk. Reynið svo að leggja á minnið hvað ykkur finnst gott og hvað er vont. Þegar þið þurfið eða ætlið svo að kaupa vín hvort heldur sem er í vínbúð eða á veitingahúsi farið þá eftir eðlisávísun ykkar sem þið hafið kannski verið að þróa reglulega með vínsmökkun.
Ágúst Guðmundsson,víndeild Globus hf.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt24 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins