Keppni
Hjartadrottningin sigraði Stykkishólmur Cocktail Weekend

Hjartadrottningin var framlag Hótel Egilsen í Stykkishólmur Cocktail Weekend 2016 sem búinn var til með heimalöguðum bláberjalíkjör og súkkulaðimyntu beint úr garðinum þeirra.
Kokteilhátíðin Stykkishólmur Cocktail Weekend var haldin nú á dögunum og eins og nafnið gefur til kynna á Stykkishólmi.
Eftirfarandi fyrirtæki tóku þátt í Stykkishólmur Cocktail Weekend 2016:
- Hótel Egilsen
- Narfeyrarstofa
- Plássið
- Seatours Iceland
- Sjávarpakkhúsið
- Skúrinn
Hægt var að kaupa kokteilana sem kepptu dagana 8. júlí – 9. júlí á hverjum stað fyrir sig og var hátíðinni svo slitið með lokapartý á Sjávarpakkhúsinu á laugardagskvöldið þar sem sigurvegarinn var krýndur. Vel valin dómnefnd fór á milli staða og smakkaði þá, grandskoðaði öll atriði.
Sigurverðlaun fyrir besta drykkinn hlaut Hótel Egilsen með Hjartadrottninguna.
Hátíðin þótti heppnast mjög vel og stefnt er að því að gera hana að árlegum viðburði.
Myndir af drykkjunum er hægt að skoða á facebook síðu: Stykkishólmur Cocktail Weekend
Mynd: Facebook / Hótel Egilsen
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt2 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar





