Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Svona lítur nýja Omnom húsnæðið út – Myndir

Birting:

þann

Omnom - Hólmaslóð 4 úti á Granda

Nýjar höfustöðvar Omnom hafa verið opnaðar að Hólmaslóð 4 úti á Granda.  Mikill vöxtur hefur verið á framleiðslunni frá því að fyrirtækið var stofnað fyrir tveimur og hálfu ári í gömlu bensínstöðinni við Austurströnd, en með nýja húsnæðinu verður framreiðslan mun afkastameiri.  Omnom var stofnað af þeim félögum Óskari Þórðarsyni, Kjartani Gíslasyni, Karli Viggó Vigfússyni og André Visage.

Omnom - Hólmaslóð 4 úti á Granda

Samhliða súkkulaðigerðinni er búð opin frá klukkan 11:00 til 18:00 alla virka daga og á laugardögum frá klukkan 11:00 til 14:00. Stefnt er að því að opna aðra sérverslun við nýja Canopy hótelið á Hverfisgötu, inn í Hjartagarðinum.  Að Hólmaslóð er einnig mjög góð aðstaða fyrir súkkulaðiunnendur í sér herbergi þar sem hægt er að hafa kynningar, fræðslu og smökkun á kakóbaunum og framreiðsluvörum. Þá er hægt að fara í súkkulaðitúr um verksmiðjuna og margt fleira.

Omnom - Hólmaslóð 4 úti á Granda

Skoðunarferð með Kjartani Gíslasyni matreiðslumanni

Til gamans má geta þess að á dögunum vann Omnom súkkulaði til þriggja gullverðlauna og einna silfurverðlauna fyrir Madagascar súkkulaðið 65% og Madagascar mjólkursúkkulaðið 45% í hinni virtu keppni European Bar.  Hægt að lesa nánar um keppnina með því að smella hér.

Omnom - Hólmaslóð 4 úti á Granda

Omnom súkkulaði vann til þriggja gullverðlauna og einna silfurverðlauna fyrir Madagascar súkkulaðið 65% og Madagascar mjólkursúkkulaðið 45%

Fréttamaður veitingageirans fékk að skyggnast bakvið tjöldin í höfuðstöðvum Omnom sem eru hinar glæsilegustu. Á staðnum eru öll nýjustu tæki og tól til framleiðslu á hinu hágæða Omnom súkkulaði.

 

Myndir: Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið