Sigurður Már Guðjónsson
Sauðárkróksbakarí færir út kvíarnar – Vídeó
Sauðárkróksbakarí færði út kvíarnar í gær og hefur útibú verið opnað í Varmahlíð í Skagafirði. Eigandi þess, Róbert Óttarsson, sá tækifæri í húsnæði þar sem Arion banki var áður. Skortur á vinnuafli kom þó í veg fyrir að hægt væri að opna fyrr en í dag, að því er fram kemur á mbl.is.
Brauðgerð var fyrst stofnuð á Sauðárkróki í kringum árið 1880. Í dag stendur bakaríið við Aðalgötu 5 og hefur verið þar frá árinu 1939. Árið 1979 skemmdist húsnæði bakarísins verulega í bruna en var það byggt upp á ný. Í dag starfa að meðaltali um tólf til fimmtán manns í bakaríinu.
Nálægðin við þjóðveginn heillaði en eðlilega eiga heldur fleiri leið hjá Varmahlíð en eftir Aðalgötu á Sauðárkróki.
„Það er kannski aðallega það sem ýtir undir þetta hjá okkur, þarna erum við komin í alfaraleið,“
segir Róbert í samtali við mbl.is. Hann hafði samband við bankann og kannaði hvort mögulegt væri að fá húsið leigt. Það gekk upp að lokum og hefur hann húsið á leigu út september.
Stefnt er að því að útibúið verði opið frá kl. 8 til 18 á virkum dögum og frá kl. 9 til 16 um helgar.
„Við rennum algjörlega blint í sjóinn og vitum í rauninni ekkert hvort þetta muni ganga yfir höfuð. Okkur langaði bara að reynt þetta,“
segir Róbert.
Hann segir vinsælustu vöruna í bakaríinu líklega vera kjúklingalokuna. Þá eru kleinuhringirnir einnig mjög eftirsóttir.
„Í stykkjatali seljum við örugglega langtum mest af kleinuhringjum. Þeir fara alveg gríðarlega mikið. Það sem við fleytum okkur dálítið á er að við búum til okkar dót sjálf, það er ekkert kassabrauð í þessu bakaríi. Við gefum okkur út fyrir að vera dálítið gamaldags,“
segir Róbert.
Í rúmlega þrjátíu ár hefur fólk komið saman í bakaríinu við Aðalgötu á Sauðárkróki fyrir hádegi á laugardögum, gætt sér á bakkelsi og spjallað saman. Í dag kemur fólk með fjölskyldu sína sem áður kom með foreldrum sínum og er gjarnan mikið hlegið.
Vídeó
Með fylgir myndband sem sýnir kaffiteríuna í Varmahlíð:
[fbvideo link=“https://www.facebook.com/srbakari/videos/1598462650484537/“ width=“650″ height=““ onlyvideo=“1″]
Troðfullt bakaríið af gómsætum kræsingum:
[fbvideo link=“https://www.facebook.com/srbakari/videos/1574926549504814/“ width=“650″ height=““ onlyvideo=“1″]
Greint frá á mbl.is
Mynd og vídeó: facebook / Sauðárkróksbakarí
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt7 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður