Smári Valtýr Sæbjörnsson
Neytendastofa sektar Hótel Keflavík | Starfsmaður hótelsins ritaði neikvæðar umsagnir um keppinaut á erlenda bókunarvefsíðu
Neytendastofu barst erindi frá Flughótel Keflavík þar sem kvartað var vegna neikvæðra umsagna sem skrifuð voru um hótelið á bókunarvefsíðu. Taldi Flughótel Keflavík að starfsmaður annars hótels, Hótel Keflavík, hefði ritað ummælin í tengslum við bókanir fyrir ferðamenn.
Í ákvörðun Neytendastofu kom fram að umsagnirnar stöfuðu frá netfangi á vegum Hótel Keflavík. Umsagnir á bókunarvefnum væru einungis ætlaðar viðskiptavinum fyrirtækja en ekki keppinautum og væri ætlað að endurspegla reynslu viðskiptavina af þjónustunni.
Neytendastofa taldi að um væri að ræða óréttmæta og villandi viðskiptahætti sem væru til þess fallnir að hafa áhrif á eftirspurn þjónustu keppinautar. Neytendastofa taldi nauðsynlegt að banna háttsemina og var 250.000 kr. stjórnvaldssekt lögð á fyrirtækið.
Ákvörðunina
má nálgast hér á vefsíðu Neytendastofu.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






