Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Ólaunaðar prufuvaktir notaðar til að svindla og spara kostnað

Birting:

þann

Kokkar - Eldhús - Kokkur

Halldór segir prufuvaktir algengastar í veitingageiranum.

„Það eru allt of mörg dæmi um að fólk sé ekki að borga fyrir prufuvaktir og þetta er að verða stórt vandamál, sérstaklega í veitingageiranum,“

segir Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands í samtali við Fréttablaðið.

„Þetta er nýr kúltúr hjá svindlurum, við fórum að verða vör við þetta fyrir tveimur, þremur árum fyrst,“

bætir Halldór við. Ungt fólk og erlendir starfsmenn séu sérstaklega berskjaldaðir, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.

Fólk sem er fengið í svokallaðar prufuvaktir á lögum samkvæmt að fá greitt fyrir þær. Halldór segir dæmi um að staðir séu að spara sér launakostnað með því að hafa alltaf einn í prufu á vakt. Staðirnir boða þá alltaf nýja og nýja í prufuvaktir og greiða þeim ekki og ráða þá ekki í vinnu.

„Við höfum hjólað í þessi fyrirtæki af öllu afli. Svona dæmi geta jaðrað við skipulagða brotastarfsemi á réttindum.  Þetta er praktíserað úti hjá launaþjófunum eins og við viljum gjarnan kalla þá.“

Halldór segir ASÍ setja aukið púður í átakið Ekkert svindl í sumar, sérstaklega gagnvart unga fólkinu, sem vinnur í skólafríum.

„Markmiðið með Ekkert svindl er að koma þessu áleiðis,“

segir Halldór.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. maí.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið