Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Fulltrúi Íslands í keppninni um besta vínþjón heims er Þorleifur Sigurbjörnsson

Birting:

þann

Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson

Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson

„Þú kemur inn, við borðið sitja fjórir matargestir við borð. Þú horfir yfir borðið, þar bíða tilbúin kampavínsglös og í ísfötu liggur kampavínsflaska á kæli.“

Svona byrjar skemmtilegur pistill á vinotek.is þar sem fjallað er um keppnina um besta vínþjón heims sem nú fer fram á Park Hyatt-hótelinu í Mendoza í Argentínu.

Sjá einnig: Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson er vínþjónn ársins 2016

Það voru rúmlega sextíu keppendur frá öllum heimsálfum sem mættu til leiks í Mendoza og fulltrúi Íslands er Þorleifur Sigurbjörnsson eða Tolli sem er með reynslumestu vínþjónum Íslands og hefur starfað á veitingahúsum og hjá víninnflytjendum um árabil. Hann ákvað að slá til og taka á ný þátt í Íslandsmóti íslenskra vínþjóna fyrr í vetur og bar þar sigur úr býtum og er því fulltrúi Íslands í keppninni.

Nánar um keppnina á eftirfarandi vefslóðum ásamt myndum á vinotek.is:

Bestu vínþjónar heims keppa í Argentínu

Þetta kveikir í manni

Mynd: vinotek.is

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið