Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Skúli opnar hótel á gamla varnarliðssvæðinu í Reykjanesbæ

Birting:

þann

Skúli Mo­gensen

Skúli Mogensen stofnaði flugfélagið WOW air árið 2012

Fé­lagið TF-KEF hef­ur fest kaup á þrem­ur fast­eign­um sem áður voru í eigu banda­ríska hers­ins  á gamla varn­ar­liðssvæðinu á Suður­nesj­um. Fé­lagið kaup­ir eign­irn­ar af Kadeco, rekstr­ar­fé­lagi svæðis­ins. Fé­lagið TF-KEF er í eigu Tít­an fast­eigna, syst­ur­fé­lags Tít­an fjár­fest­inga­fé­lags, sem er í eigu Skúla Mo­gensen.

Um er að ræða þrjár blokk­ir sem eru um það bil 6.500 fer­metr­ar en tvær þeirra verða nýtt­ar und­ir hót­el­rekst­ur. Sú þriðja verður í lang­tíma­leigu og er nú verið að stand­setja þar 24 íbúðir.

Í hinum tveim­ur fast­eign­un­um verður rekið nú­tíma­legt lággjalda flug­hót­el með um 100 her­bergj­um og hótel­íbúðum. Fyr­ir­huguð opn­un er í júlí á þessu ári, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu sem birt er á mbl.is.

Lögð verður áhersla á gesti sem staldra stutt við í svo­kölluðum „stopo­ver“ flug­um eða þá sem kjósa að enda ferðalagið sitt ná­lægt Kefla­vík­ur­flug­velli til að ná morg­un­flugi næsta dag.

„Ég er mjög ánægður að vera kom­inn á heima­slóðir enda fædd­ur í Kefla­vík og hlakka til að hefja upp­bygg­ingu á svæðinu,“

er haft eft­ir Skúla Mo­gensen, eig­anda Tít­an fast­eigna, í frétta­til­kynn­ingu.

„Ég er sann­færður um að Suður­nes­in eigi mikið inni enda kall­ar stækk­un flug­vall­ar­ins og áfram­hald­andi aukn­ing ferðamanna á mikla fjár­fest­ingu og upp­bygg­ingu á svæðinu sem ætti að verða öll­um til góða. Í rekstri hót­els­ins verður leit­ast eft­ir því að eiga gott sam­starf með ferðaþjón­ustunnui á Suður­nesj­um og kynna fyr­ir gest­um þær perl­ur sem Reykja­nesið hef­ur að geyma.“

Mynd: wowair.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið