Nemendur & nemakeppni
Nemakeppni Kornax 2016 – Þátttaka tilkynnist fyrir 7. mars
Líkt og undanfarin ár verður haldin nemakeppni í bakstri og verður hún með svipuðu sniði og áður. Það er bakaradeild Hótel og matvælaskólans í MK, Kornax, Landssamband bakarameistara og Klúbbur bakarameistara sem sjá um framkvæmd keppninnar.
Forkeppnin verður haldin í Hótel og matvælaskólanum fimmtudaginn 31. mars og föstudaginn 1. apríl. Skipt verður í 4 til 5 manna hópa og ræðst fjöldi hópa af þátttöku. 4 keppendur komast í úrslit og verður úrslitakeppnin haldin einnig í Hótel og matvælaskólanum föstudaginn 8. apríl og laugardaginn 9. apríl.
Hér er um að ræða einstakt tækifæri til að auka við faglega færni og öðlast dýrmæta reynslu sem mun nýtast mjög vel í verklegu lokaprófi og sveinsprófi. Keppt verður í sömu greinum og áður þ.e.a.s. gerð matbrauða, smábrauða, vínarbrauða, borðskreytinga úr brauðdeigi auk þess sem uppstilling telur einnig til stiga, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Vegleg verðlaun í boði
Allir keppendur fá viðurkenningarskjöl og allir keppendur í úrslitum fá verðlaunapening. Kornax gefur sigurvegaranum bikar til eignar. Klúbbur bakarameistara afhendir auk þess veglegan farandbikar sem sigurvegarinn varðveitir í eitt ár.
Það er mjög áríðandi að tilkynna þátttöku sem allra fyrst með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected]. Frestur til að tilkynna þátttöku er til 7.mars n.k
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að berast með tilkynningu um þátttöku:
- Nafn:
- Kennitala:
- Símanúmer:
- Meistari:
- Samningsstaður:
Þátttökuskilyrði eru þau að vera á námssamningi í bakstri.
Mynd: Gunnar Þórarinsson bakari
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Hátíðarkveðjur